22-29.mars

Jææja, vikan var bara nokkuð góð og mjög fljót að líða eins og allar aðrar.

Á föstudaginn ákvað ég að kíkja í hesthúsið þótt ég væri í fríi þar sem mér leiddist svo óskaplega. Fór út til Manna og var að hjálpa honum með einhverja girðingu þegar það komu nokkrir dropar af himnum ofan. Manni hljóp strax undir hestaskýlið og sagði mér að koma svo ég yrði ekki rennandi. Ég taldi þetta nú bara vera hinn mesta aumingjaskap og hélt áfram í mesta lagi 2 mínútur þar sem þessir nokkrir dropar urðu að heeellliiiidembu og ég varð gegnvot á hálfri mínútu, ákvað því að vera "aumingi" með hinum og fara í skjólið. Komu svo svaka þrumur og eldingar og eldingarnar voru alltaf að lenda bara nokkrum metrum fyrir framan okkur, eða mér fannst það. Við Manni hukum þarna í næstum 2 tíma þangað til það fór aðeins að slakna á rigningunni og hlupum inn í hesthús. Mér fannst þetta svaka gaman og sérstök upplifun þar sem þetta var alls ekkert líkt "rigningunni" heima.

Leifi (Þorleifur) kom svo á föstudagskvöldið. Hann er s.s. fluttur hingað til okkar Juttu og ætlar að hjálpa mér með hestana. 

Á laugardaginn sóttum við 6 trippi til Hamelnspringe og komum með hingað í hesthúsið, Leifi prufaði fullt af hestum og ég&Manni og Josefine&Basti fórum svo í hjólbörukeppni, Manni hljóp með mig og Basti með Josefine og þótt Josefine sé örugglega meira en helmingi léttari en ég að þá unnum við nú samt sem áður. 

Um kvöldið var svo grillveisla í hesthúsinu, voða gaman.

Er svo bara búin að vera á hestbaki, moka skít, gefa og allt það.

Ætla að hlaupa niður í hesthús og taka teppið af einum hesti svo ég segi þetta gott í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá hvað ég sé fyrir mér hjólbörugkeppni:')
og talandi um að tíminn sé fljótur að líða þá trúi ég því varla að þú hafir farið út um miðjan janúar, mér finnst eins og það hafi verið fyrir svona 3 vikum...:)

Dagný (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband