19-.27. apríl

Þriðjudaginn seinasta fór ég í grillveislu til Merlu og Martinu í hádeginu, voða kósý :)

Á föstudaginn fór ég með Basta til Hameln .. ekkert voða gaman reyndar. Um kvöldið fór ég svo með Juttu, Merlu og Martinu í tívolí í Hannover. Sjúklega gaman :) Tívolíið var risastórt þorp, svipað stórt og Reykholt. Fór reyndar bara í 3 tæki en þau voru öll mjög skemmtileg. Fórum á einn af 15 börum sem voru þarna og fengum okkur drykkji, Mojito og Luttje Lage (sérstakur drykkur sem er bara í Hannover, maður verður að drekka úr tvem glösum í einu).

Á laugardaginn færðum við svo hestana sem eru úti í aðra girðingu, gerðum svo allt í hesthúsinu og svo var grillveisla í hesthúsinu um kvöldið. Rosa gaman :)

Á sunnudaginn gaf ég um morguninn og brunuðum svo beint á kynbótasýningu sem var hálftíma lengra en Hamborg í burtu. Vorum bara róleg á 180-200 nánast alla leiðina á geðveikri druslu.. var satt að segja orðin frekar hrædd um líf mitt að tímapunkti þegar allt var farið að hristast en ég komst heil á leiðarenda. Sýningin var mjög fín, fyndið hvað þetta var allt miklu óskipulagðara heldur en heima. Mjög flottir hestar og sá 5 hesta í bæklingnum sem voru undan Gáska hans afa. Flott það. Líka 2-3 Glymssynir frá Innri-Skeljabrekku. Hitti Bioncu og mömmu hennar eftir að hún sýndi Vála sem Wiebke á. Vorum svo komin heim um 5 leitið, fór þá á hestbak, var pirruð og svo heim að éta og sofa.

Í dag, þriðjudag, var ég að kenna Línu aðeins. Síðast lét ég hana fara hálfan tímann berbakt og ákvað að láta hana vera allan þennan tíma berbakt þar sem Anja var að nota hnakkinn sem Lína hefur alltaf notað og eini sem er með nógu stuttum ístöðum fyrir hana. Greyið flaug tvisvar sinnum af baki þar sem Seiður verður svo æstur þegar það eru fleiri hestar á vellinum og enn æstari þegar það eru hestar lausir í girðingunni við hliðiná. Hún harkaði af sér fyrra skiptið en var svo voða aum eftir seinna, lét þó ekki deigann síga fann sér hnakk og hoppaði á bak aftur. Ekki lítið ánægð með hana. 

15 dagar í Maríu og 61 í heimför ! =)

Lifið heil :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband