9.-18. apríl

Síðasta föstudag fyrir rúmlega viku fóru ég, Jutta, Júdit og Felix (krakkarnir hennar Frauke) í dýragarðinn í Springe sem er bara með dýrum sem lifa í Þýskalandi. Ótrúlega skemmtilegt og sá helling af dýrum sem ég hef aldrei séð áður. Borðuðum þar og fórum svo heim. Um kvöldið fór ég með Merlu og  Martinu í bíó :) Byrjuðum á að fara á bar og fá okkur drykk og fórum svo í bíóið og á Avatar á þýsku... skildi voðalega lítið. Bíóhúsið var u.þ.b. jafn stórt og gamla Laugardalshöllin.. á þremur hæðum og risastórt! Fékk mér popp og kók og OJ .. poppið er ekki saltað eins og á klakanum heldur SÆTT .. viðbjóðslegt! Eftir myndina rúntuðu þær svo með mig um Hannover. Ótrúlega "merkilegt" að vera þarna á föstudagskvöldi, allar göturnar eru fullar af fólki og eiginlega meiri umferð heldur en á daginn. Keyrðum í gegnum hóruhverfi sem var voða spes. Ég skemmti mér voða vel.

Það kom íslensk fjölskylda í heimsókn á sunnudaginn. Kallinn var að biðja um vinnu og Wiebke vildi fá að  sjá hann á baki, hitta hann og kynnast honum örlítið áður en hún tæki af skarið eftir síðustu reynslu. Fékk reyndar ekki vinnuna skilst mér því miður, virtist vera voðalegir ljúflingar. Líka voða gott að æfa íslenskuna örlítið við konuna hans og brjáluðu krakkana þrjá.

Á sunnudagskvöldið fórum við svo út að borða ég, Jutta, Wiebke og Fabian. Fékk mjög góðan, sterkan og vel útilátinn börger.

Er svo búin að kenna litlu píunu nokkrum sinnum. Alltaf voða fróðlegt að sjá hvað þær gera eftir að ég segi þeim eitthvað þar sem þær skilja voðalega takmarkað ensku og enskan mín alls ekkert sú besta.

Á miðvikudaginn fór Jutta og sótti Önnu Lísu vinkonu sína einhvert lengst í burtu og kom með hana hingað. Frekar klikkuð gella.. heyrir afskaplega illa og mjög fyndið að vera "fluga á vegg" þegar þær vinkonurnar eru að ræða málin.

Ég, Jutta og Elsa fórum svo í matarboð til Heidi um kvöldið. Þær höfðu að sjálfsögðu ekki fyrir því að segja mér hvaða viðbjóður væri í matinn þar sem ég hafði afþakkað það áður að koma því það væri kræklingar í matinn. Var þarna því eins og auli með kúguna upp í hálsi af fiskilyktinni og þurfti að opna skeljarnar líka. Ég borðaði 5 kræklinga, alla á lífi en bara 3 með meðvitund. Jutta drakk aðeins  of mikið svo ég fékk að keyra heim. LOKSINS .. sakna þess svo að keyra og hafði ekki keyrt neitt síðan ég kom þangað til þarna. Jutta hrósaði mér heilmikið fyrir hversu góður bílstjóri ég væri og ég helsátt að hafa ekki drepið á honum. Fékk mér svo brauð þegar við komum heim enda ekki nálægt því að vera södd af smá lifandi fiski.

Aðfaranótt föstudagsins síðasta héldu Jutta, Annalise, Elke og Martina af stað til Köben, með fullt af fötum og drasli af mér, og áttu að fljúga þaðan um hádegið á föstudaginn en þar sem nýtt eldgos ákvað að byrja að þá varð ekkert úr því.. þær gistu í Köben eina nótt og komu heim í gær frekar fúlar.

Ég held að ég sé búin að plata Finnboga hingað út í sumar. Það er allaveganna búið að ráða hann svo ég held hann verði bara.

Veðrið er búið að vera gúrme síðustu vikurnar. Skreið upp í 30 stigin í dag, sól og blíða. Búin að brenna fáránlega lítið miðað við alla sólina en samt svolítið. Á kvöldin er hins vegar skítakuldi og ég nældi mér í stóru gerðina af kvefi núna eina nóttina þegar ég gleymdi að loka glugganum og kveikja á ofninum.

Það er svo sæluvika í gangi. Er ekki búin að gefa um morguninn síðan á síðasta þriðjud og þarf ekki að gera það næst fyrr en á þriðjudaginn þar sem Alfred er í fríi og Manni kemur og gefur fyrir hann og leyfði mér bara líka að sofa út og gefur fyrir mig í leiðinni. Aðeins of þægilegt.. og styttist líka í að það þurfi bara ekkert að gefa meir. Verður unaður.

Á þriðjudaginn förum við svo í BBQ til Merlu og Martinu, miðvikudaginn í tívolí með Martinu og Juttu, föstudaginn til Hameln með Basta og kannski Naomi líka, sunnudaginn förum við lengst útí rassgat á hestasýningu þar sem Váli er og föstudaginn þar á eftir er afmælispartýið mitt.

24 dagar í Maríu og 70 í heimför .. þ.e.a.s. ef það verður búið að opna fyrir flug í evrópu aftur.. ekki ætla ég að synda.

Chá,

Anna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mig langaði bara að sega þér að mér finnst alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt:) gaman að heyra hvað þú hefur það skemmtilegt og leiðist allavega ekki neitt;)

dagný (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 14:01

2 identicon

gaman að lesa bloggið þitt sæta:D ekki hætta að blogga:D:D ;*
loveeee<3

kristrún (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband