18-21 mars

18 mars:

Gaf um morguninn, lagði mig svo aðeins og fór svo á bak á nokkra hesta og lónseraði nokkra.  Mokaði svo skít, gaf og sitthvað fleira áður en ég hélt heim á leið með Juttu. Þegar heim var komið stökk ég í sturtu, borðaði, tók saman dótið mitt og svo keyrði Jutta mig til Naomi. Naomi byrjaði á því að sýna mér allt húsið, byrjaði á herberginu hennar sem var sko ekki lítið. Fórum svo fram í stofuna og eldhúsið sem var alls ekkert lítið og ljótt heldur, svo fórum við upp.. voru þau þá ekki bara með sérstakt herbergi fyrir ljósabekk og hún var sko búin að plana að við ætluðum SAMAN í ljós um kvöldið og varð eiginlega frekar fúl og kjánaleg þegar ég sagði henni að ég gæti ekki farið í ljós því ég myndi bara brenna.. sem var eiginlega bara afsökun þar sem mér langaði bara ekkert í ljós MEÐ henni. Ákaflega kjánalegt og vandræðalegt kvöld, spiluðum Yatsi, Lúdó og fleira í þeim dúr við mömmu hennar til miðnættis eða svo og fórum svo að sofa.

19 mars:

Vaknaði uppúr 9 og gerði mig reddý, borðaði smá og svo biðum við Naomi eftir Peter sem gaf okkur svo far til Hannover svo við þyrftum ekki að taka lestina. Peter var voða æðislegur, algjör töffari með grátt sítt að aftan, og hann tók smá rúnt um Hannover með okkur og sýndi mér allar flottustu hallirnar og Hannovergarðinn og fullt fleira. Keyrðum svo í gegnum rauða hverfið í Hannover og stoppuðum svo fyrir utan eina búðina og þá þurfti hann sko að sýna mér búðina sem hann, pabbi hennar Naomi og einhver annar vinur þeirra áttu og þetta var sko flottasta klámbúðin í öllu Þýskalandi að hans sögn, ég afþakkaði pent að fara inn að skoða. Hann skildi okkur svo eftir á torginu fyrir utan lestarstöðina. Verslaði alveg helling enn og aftur. Borðuðum á McDonalds .. ákvað að gera það bara til þess að geta svo látið ykkur íslenska McDonalds elskendur öfunda mig þótt það væri ekkert gott nema franskarnar. En hvað um það.. Naomi varð svo brjáluð því Robin sonur Peters sagðist ætla að sækja okkur en þegar hún hringdi í hann þá sagðist hann þurfa að vinna lengur og hún varð tjúll.. haha .. skemmti mér eiginlega frekar vel að sjá hana svona og sagði henni að það væri nú lítið mál að taka bara lestina heim en það var ekki aalveg nógu kúl fyrir hana. Það varð þó úr því og í lestinni sat par á móti okkur, þau voru eitthvað að spjalla og fór þá Naomi ekki bara að blanda sér inn í umræðuna.. fannst það frekar spes en þau tóku samt sem áður bara vel í það. Eva hringdi svo í mig og við vorum eitthvað að spjalla og þá heyrði ég bara þennan svaaaka hlátur í gæjanum sem sat á móti mér .. honum fannst s.s. svona fyndið að heyra íslensku. Þegar ég var búin í símanum spurðu þau svo helling um ísland, t.d. hvort við byggjum ekki öll í snjóhúsum, að hestarnir lifðu á snjó og fl heimskulegt en það var þeim kennt í skóla. Við komum svo á endanum í Bad Nenndorf og röltum þá af stað heim til Naomi þangað til mamma hennar kom og tók okkur endann af leiðinni og keyrði mig heim. Fór svo frekar snemma í háttinn.

20.mars:

Gaf um morguninn, át og ætlaði svo aaðeins að leggja mig aftur en þá kallaði Jutta á mig og við fórum niður í hesthús að moka skít með Manna og Basta. Mokuðum skít alltof lengi þennan daginn að mínu mati. Lappirnar á mér allar plástraðrar útaf risastórum blöðrum útum allt. Komum heim um 7 6-7 leitið. Skaust í sturtu og reyndi svo að lappa upp á andlitið og dreif mig svo í afmæli hjá Jan pabba hennar Naomi. Voða fínt þar og var komin heim um 1 leitið og fór beint í háttinn.

21.mars:

Voða erfitt að vakna eftir að hafa loksins getað sofnað almennilega.. Hafði það þó af og fór og gaf, fékk mér ristað brauð með sultu og ætlaði svo að reyna að sofna aftur en þá kom minn "kæri" Vaskó svo það var gelt og gelt og gelt eins og úlfar svo það var enginn svefnfriður fyrir mína. Fórum svo um 12 leitið til Bakede og færðum einhverja hesta í nýja girðingu með Manna og Basta.  Þegar þeir voru komnir í nýju girðinguna var Manni algjört kvikindi og setti strauminn á akkúrat þegar Jutta greip í girðinguna, aaðeins of fyndið það. Brunuðum svo í hesthúsið og mokuðum ennþá meiri skít. Var orðin frekar pirruð á henni Juttu minni þar sem hún þurfti alltaf annað hvort að vera að moka undan löppunum á mér eða standa akkúrat fyrir mér svo ég gæti ekki hent skítnum uppí kassann. Þetta hafðist þó og öll hin verkin einnig og mín orðin ákaflega þreytt og uppgefin núna í lok dags og ætlar fljótlega í háttinn.

Guden Nacht.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá, við steingleymdum að bjalla í þig um daginn þegar við vorum á djamminu á Akureyri! Þú hefðir fílað það að heyra í okkur :)

er farin að hlakka til að hitta þig á landsmótinu! :D og rifja upp gamla takta ;)

Hanna (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband