12.-17.maí

Gerist voðalega fátt frásögufærandi þessa dagana.

Var í fríi á föstud og gerði ekki rassgat.

Ég fann þó nýja leið til að losna við túrverki á laugardaginn.. hella í sig 5 skotum af koníaki, renna sér í sitthvort splittið, 3 skot til viðbótar og fara svo að slást og láta kitla sig þangað til maður verður reiður, þá eru allir túrverkir farnir. 

Við Jutta skáluðum svo í meiru koníaki á laugardagskvöldið þar sem hún frétti að ég væri að verða píanókennari. 

Í gærmorgun um 9 leitið fórum við Jutta með Manna í Eimbeckhausen að sækja fullt af ónýtu gólfefni og allskonar rusli og fórum með til Hameln í riiiiiisastóra endurvinnslu, mjög fræðilegt að skoða þetta :)

Fékk smá öfundssýkiskast þegar Wiebke kom svo í hesthúsið í gær þar sem hún var að koma heim úr rúmlega 2 vikna siglingu á Karabíska hafinu og skoða fullt af löndum þarna einhversstaðar, Víetnam og Namibiu og fleiri lönd þar í kring. 35 stiga hiti og hún og Fabian ógeðslega útitekin og sælleg á meðan við húkum hérna í 5 gráðunum. Var reyndar alveg ágætis veður í dag, sól og frekar hlýtt en dáldið mikill vindur.

Sá fyrstu þýsku músina líka í gær, djöfullinn hvað mér leið illa, skildi enginn í mér að vilja ekki að fara að skoða hana ... hvað er að ? Hver fer að skoða mýs og dást af fegurð þeirra ? EKKI ég ! Var samt ofsa dugleg og hélt tárunum þurrum. Endaði svo allt saman með því að Manni fór og drap hana fyrir mig. Leið mjög asnalega að gera svona mikið vesen úr þessu, hefði ekki skipt mig miklu máli ef hún hefði ekki verið inní stíunni sem ég átti að fara að moka, eeða stíunni við hliðiná.

Mela? og Elsa tóku mig svo með í reiðtúr í dag útí skóg. Voða kát með að fá loksins að fara eitthvert annað heldur en bara á völlinn, en er ekkert að fara þessa leið ein strax, alltof mikið af vegamótum og ég er ekki sú besta í að muna hvort það hafi verið þetta hægri eða hitt hægrið. Var að vonast til að rekast á villisvín en sá engin núna, eru víst alveg hellingur af þeim þarna í skóginum.

Svo fer að styttast í páskaeggið mitt vonandi. Get ekki beðið eftir að fá íslenskt súkkulaði.. mmm. Og ef það er farið að styttast í páskaeggið og páskana að þá hlýtur að fara að styttast líka í að Jutta fari til Íslands, afmælið mitt og svo LOKSINS Maríu og Áslaugu í heimsókn, get ekki beðið. Verður svo gaman að fá þær. Og þá verður nú bara rétt rúmur mánuður eftir. Andskoti fljótt að líða.

102/164 dagar eftir, ekki svo mikið.

Bið að heilsa í bæinn :)

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband