6-11.mars

Laugardagur & sunnudagur:

Gerðist voðalega lítið merkilegt. Gerði allt það sama og venjulega + nokkrar ropukeppnir, snjóköst og kaffæringar við Manna.

Var hræðilega pirruð á laugardaginn/kvöldið .. skipti yfir á sunnudag um kaffileytið á laugardeginum þegar ég fór að sjá alla Góugleðisstatusana.. engan veginn sátt við að vera að missa af Góugleðinni, en það kemur önnur Góugleði eftir þessa. Fór því snemma að sofa það kvöldið.

Mánudagur - fimmtudagur:

Var ein heima með hundunum og köttunum. Jutta fór til dóttur sinnar í Köln? því dóttir hennar var á spítala og Jutta ætlaði eitthvað að fara að hjálpa þeim. Var satt að segja frekar stressuð að þurfa að vera ein heima í 3 hæða húsi með 2 snar hunda. En þetta reddaðist allt saman og ég svaf vært. Búið að vera æðislegt veður alla vikuna, sól og blíða, nema í dag, fimmtudag, var þoka og kuldi.

Gerðist mjög fyndið atvik á þriðjudaginn, ætlaði að hleypa hundunum út í garð niðri í þvottahúsi þar sem annar kötturinn er því hann er eitthvað veikur og má ekki vera úti. Gekk allt vel að koma þeim út, en þegar ég hleypti þeim inn aftur tók það rúmar 20 mínútur að koma þessum brjáluðu hundum fram hjá kettinum, greyin voru svo skíthrædd við kattarkvikindið. Ég skemmti mér konunlega að horfa á þessar villtu, hömlulausu skepnur verða að algjörum hvolpum og þora ekki að taka sveig fram hjá einum gömlum ketti.

Í gær, miðvikudag, fór ég að gramsa í öllum geisladiskunum sem er að finna í þessu herbergi mínu. Þar var til ýmissa að grasa, fann m.a. ákaflega skemmtilegann disk með nokkrum köllum sem syngja flestir í öðrum sópran .. haha og einhverskonar kóngaleikaskólalög.. kann ekki að útskýra betur, en ég hló mig máttlausa að hlusta á þessa vitlausu og var ekki lengi að setja diskinn í tölvuna svo ég geti alveg örugglega alltaf hlustað á hann þegar ég er í vondu skapi.

Svo er margt á dagskránni.. Jutta ætlar með mig í dýragarð á laugardagsmorguninn, samt bara með öllum dýrum sem þú finnur í Þýskalandi, ætla að geyma allskonardýra-dýragarðinn þangað til María kemur. Afmæli svo hjá pabba hennar Naomi næstu helgi og held að ég sé að fara með Naomi til Hannover fljótlega? Svo eru páskarnir fyrstu helgina í apríl, aðra helgina í apríl er spurning með að fara í heimsókn til Evu. Jutta fer svo til Íslands 16.apríl og kemur heim 21eða 22. Verð því aftur ein heima. Þau ætla að halda svaka afmæli fyrir mig á afmælisdaginn minn svo ég býð bara spennt. María og Áslaug koma svo 12-19 maí og við ætlum að reyna að gera eitthvað skemmtilegt áður en þær fljúga svo heim á klakann, og þá er nú bara rétt rúmur mánuður eftir.. aandskoti fljótt að líða.

 Gott í  bili

Tjuus


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mig langaði bara að segja þér að ég las bloggið þitt:)

ég verð nú að sega að ég er dáldið öfundsjúk útí maríu að hún sé að koma til þín:D

Dagný (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 23:20

2 identicon

Og ég las líka bloggið þitt með bjór í hönd ;) það er nú einu sinni fimmtudagur :p

Ég er einmitt að koma til þýskalands á laugardaginn ;) verð samt örugglega ekki neinstaðar nálægt þér :p

Alla (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 23:24

3 identicon

Alltaf gaman að kíkja á bloggið þitt! Verð nú að segja að þín og hlátursins er sárt saknað hér í herbergi 114...ég, Unnur og Hanna skelltum okkur upp á Akrafjall í vikunni og af einhverjum ástæðum fórum við að rifja upp hláturskvöldið mikla á leiðinni :'D Ég er að segja þér það, ég hef þekkt Unni síðan ég fæddist og hef aldrei séð hana hlæja svona allsvakalega, hélt þið mynduð kafna! Á meðan ég og Hanna sátum og skildum ekki neitt...haha gaman að þessu. En gott að þú hefur það gott þarna úti og ekki vera að svekkja þig yfir þessari Góugleði, þú ert að gera svo miklu skemmtilegri hluti og það verður önnur betri á næsta ári ;)
Ást á þig ;*

Þorgerður (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband