1.5.2010 | 18:33
28.apríl-1.maí =D
Á miðvikudaginn var ég í fríi einhverra vegna, held það hafi nú samt verið alveg óvart hjá Juttu. Manni gaf s.s. um morguninn og þegar ég ætlaði að fara í hesthúsið kallaði Jutta á mig og við fórum með Christu og Alfredi á kaffihús fyrir gamalmenni og fengum köku, kakó, kaffi, ís, safa og bara nefndu það. Var afmælisgjöfin hennar Juttu í fyrra en þau höfðu aldrei tíma til að fara og gleymdu þessu svo þangað til núna. Rosa þæginlegt og gaman að sitja þarna úti í sólinni að éta. Þegar við komum heim eldaði Jutta svo Asperagos (risastórann aspas) sem er alveg rosa fínt hérna en mér þykir bara ekkert rosa gott, svo bragðlítið. Hvað um það.. Dundaði mér eitthvað í tölvunni, horfði á mynd og svaf svo.
Á fimmtudaginn gaf ég um morguninn, fékk mér svo að sjálfsögðu morgunlúr eftir morgunmatinn, þar sem lífsstíllinn minn er orðinn eins og fyrir áttræða konu ekki átján, og fór svo í hesthúsið um 1-2 leitið. Reið út, mokaði skít, fór í heljarinnar vatnsslag við Manna, sem ég ákvað að ég hafi unnið, og gaf. Súpa og brauð í kvöldmat. Eva hringdi í mig og sagði mér allsherjar gleðitíðindi. Hún ætlar að koma í heimsókn með Maríu frá Frankfurt :D
Í gær, föstudag, átti ég afmæli. Vaknaði um 11 leitið og fór niður og þá var Jutta búin að leggja rosa fínt á borð fyrir mig, setja auka dúk yfir hlutann af borðinu þar sem ég sit, búin að kaupa blóm og setja í vasa, kerti, fína stellið og pakka. Hún var ekki heima þegar ég vaknaði en þegar ég var að verða búin með morgunmatinn kom hún og þá með risastóra rjómatertu skreytta með "18" ofan á og gaf mér.
Ég fékk mér svo göngutúr og kom við í hesthúsinu. Alfred kom fyrstur og knúsaði mig í klessu, Janine, Wiebke, Connie og Christa bættust svo við. Christa lét mig fá körfu fulla af súkkulaði, kerti, rosa fínu freyðivíni og 20 evrum í og afsakaði sig oft oft fyrir að geta ekki komist í veisluna um kvöldið.
Var komin heim aftur um 3 leitið, hoppaði þá í sturtu og gerði mig fína. Fór svo og gerði allt tilbúið með Juttu. Skáluðum með einhverju sterku og klökum um 4 leitið. Húsið varð bara alveg rosa fínt hjá okkur fannst mér .. allaveganna miðað við áður .. heehhh. Fólkið kom svo 6-7 leitið. Stina, Manni og Elsa komu fyrst og komu þá labbandi með köku með kertum til mín. Fólkið týndist hægt og rólega og Anja kom svo seinna með enn eina kökuna. Við grilluðum, átum og drukkum til miðnættis. Fékk alltof marga og dýra pakka. Ég fékk 75 evrur, 50 evra gjafabréf í H&M, ilmvatn, hálsmen, fullt af súkkulaði, 3 kökur, 1kg af haribo hlaupi, Avatar á dvd, Lina og Lena teiknuðu svo mynd handa mér, gáfu mér þýskan fána á priki og 5 bleikar rósir :)
Mjög góður dagur, og takk allir enn og aftur fyrir afmæliskveðjurnar.
Í morgun gaf ég, tók svo til þar sem hundarnir komust í ruslið í nóitt og því drasl útum ALLT. Fór með andsk.helv.djöful. þuluna mína og varð svo góð. Tók líka úr uppþvottavélinni og setti í hana aftur og tók til allar flöskurnar og svoleiðis síðan í gærkvöldi. Jutta ekki lítið ánægð með að hafa sofið svolítið lengur þennan morguninn ;) Fékk mér svo brauð og lagði mig í klukkutíma. Fór í hesthúsið um hálf 2, bak á Kleópötru, Ásdísi og Ljóma, þreif stíurnar, og 3 hólf af 4 útim hjálpaði Manna með vatnið, fór með Pjakk, 2 Lykla og Flóka út í einhverja girðingu og aftur með þá inn og gaf. Komum svo heim og átum grillkjöt þar sem við eigum birgðir af því fyrir næsta hálfa árið.
11 dagar Maríu OG Evu, 17 dagar í Áslaugu ooog 57 í heimför :)
Lífið er að gera sig :D
Ætla að hoppa í sturtu,
Chá :)
Athugasemdir
Langaði bara að kvitta fyrir mig! Gaman að heyra hvað þú áttir ánægjulegan afmælisdag...vá hvað verður gaman hjá ykkur þegar María kemur, bara frábært :D
Ást á þig ;***
Þorgerður (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 23:00
Gaman að sjá hvað þú áttir ánægjulegan afmælisdag :)) vona að þetta verði svona gaman hjá þér alveg þangað til þú kemur heim .. til mín :D þá verður enþá skemmtilegra :D hihi ! elska þíg ;*;*
Birna Ósk =) (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 12:47
Hlakka svo mikið til að koooma!!! :D :D :D
ætla að knúsa þig í drasl haha :***
hafðu það gott þangað til ég kem elskan mín :D
loove <33
María (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.