8.4.2010 | 17:02
4.-8. apríl
Páskarnir voru frekar skrýtnir eða veit ekki hvort skrýtnir séu rétta orðið en þeir voru allaveganna ákaflega reynsluríkir. Páskaeggið mitt er ennþá á leiðinni (vona ég) svo það var ekkert um íslenskt súkkulaði þessa páskana. Fékk þó svolítið af því þýska :)
Það var mikið líf og "fjör" hér á bæ alla helgina en því linnti á mánudagskvöld.
Leifi er farinn heim.
Josefine sem kom nokkra daga með Manna og Elsu í hesthúsið í páskafríinu sendi mér svo myndir af mér og henni, rosa krúttlegt, t.d. ein af hjólbörukeppninni.
Ég fór með Manna í morgun og keyrðum 2 hesta til Biöncu og tókum einn heim í leiðinni. Mikið fjör hjá okkur á leiðinni eins og okkur einum er lagið.
Frauke og famelya voru að koma og ætla að vera fram á laugardag. Við Jutta ætlum að fara með Judit í fyrramálið í dýragarð sem er bara með dýrum sem lifa í Þýskalandi, ætlum að geyma hinn þangað til María kemur í heimsókn til mín og fara með henni.
Merle og Martina buðu mér svo með í bíó annað kvöld á Avatar á þýsku ! Það verður alveg örugglega mjög áhugavert.
Stefnan er svo að þrífa alla hestana með vatni og sjampói um helgina ef sólin ætlar að skína og ég ætla að kenna einni stelpu líka.
Jutta og vinkonur hennar eru svo að fara næsta föstudag á klakann að m.a. kíkja á foreldra mína, Bláa Lónið (til að þær verði fallegar) og fl.
Ætlum svo á hestasýningu 25.apríl þar sem Váli graddinn hennar Wiebke verður sýndur.
Styttist svo rosalega í afmælið mitt og allir að plana þetta svaka partý sem á að halda fyrir mig.
34 dagar í Maríu mína og bara 80 dagar í heimför. Djööfull hvað þetta er fljótt að líða.
Bið að heilsa í bili,
Anna Sólrún
Athugasemdir
Það er gaman að geta fylgst með hvernig gengur hjá þér :)
Svava Jensdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 17:21
ohh ég var svo glöð að fá íslenskt páskaegg á páskunum ;)
ég kíkti líka til þýskalands á laugardaginn síðasta, reyndar bara til Flensburg :) Og ég er alveg sammála þér, þetta er sko búið að vera fljótt að líða....maður verður komin heim í sveitina áður en maður veit af :)
Alla (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.