30. mars - 3.apríl

-Allt voðalega venjulegt..

-Hélt mitt fyrsta reiðnámskeið á ævinni, kenndi 2 litlum stelpum :)

-Frauke og famelya komu í heimsókn og koma aftur næstu helgi, Júdit litla voða krúttleg og þegar ég sagði halló við hana þegar hún kom að þá vildi hún bara knúsa mig og við lékum svo allt kvöldið þangað til hún sofnaði í fanginu á mér. Alls ekki vön því þar sem börn grenja oftast um leið og þau sjá mig og taka það ekki mál að koma í fangið á mér.

-Prufaði nýja meri, Kleópötru, og hún er æðisleg ! Alveg öfug við alla hina hestana þar sem maður þarf að hafa fyrir því að setja hana á brokk en annars töltar hún bara og það alveg hreint og bæði hægt og hratt og er þokkalega viljug :D

-Fékk að vera með á námskeiði hjá Wiebke, lærði nú reyndar ekkert, en gaman að geta verið með einhverjum öðrum á baki, leiðinlegt að vera alltaf einn.

-Fór með Wiebke nýja leið upp í skóg, vona ég nái að muna hana svo ég geti farið hana oftar.

-Aldrei verið jafn pirruð og ég er búin að vera öðru hverju þessa vikuna síðan ég kom. Ætla nú samt ekki að deila ástæðunni hér.

-Jutta fór í morgun (3.4.) til vinkonu sinnar að keyra hana heim af spítalanum og ætlar að gista hjá henni í nótt.

-Páskaeggið mitt er ekki komið svo það verður Páskadagur án páskaeggs í fyrsta sinn á ævinni á morgun, en það er nú í góðu lagi.

-Hljóp trippi yfir mig í vikunni einhverntímann og ég fékk þetta bráðmyndarlega hófafar beint á brjóstið, mjög flott :) En það er reyndar farið núna.

- Fékk smá heimþrá í gær, langaði svo að vera heima á Stóra-Áss open ! .. En ég var fljót að jafna mig á því þegar ég sat úti í 25+ stiga hitanum út í hesthúsi og fregnir hermdu að snjókoma væri á vestanverðum klakanum. Þessir þjóðverjar vita bara miklu meira hvað er að gerast heima heldur en ég.

-Er farin að babbla alveg þónokkuð á þessu asnalega tungumáli sem talað er hér í landi, Manni og Wiebke samt einu sem er dugleg við að leiðrétta setningarnar hjá mér. Þetta kemur allt ;)

-Bauðst til þess að hjálpa til með verðlaunaafhendinguna á LM, fékk póst að það yrði vel þegið, skoðaði svo dagskránna og verðlaunaafhendingarnar eru svo snemma á morgnanna ! .. Jæja jæja, þetta reeedddaaast :D

- 85 dagar í heimkomu !

Chá !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eftir 85 daga mun ég hoppa hæð mína x2 af kæti!!

já það var reglulega gaman á Stóra Áss open, vantaði bara þig :), hlakka til að sjá þig þegar þú kemur heim.. farðu að æfa þig fyrir verðlaunaafhendinguna að lyfta löppunum HÁTT svo þú dettir nú ekki fyrir framan fjöldann :D

 kossar og knús ;*<3 pabbi biður örugglega að heilsa, hann hrýtur allavega voða hátt í næsta herbergi :D

unnur (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 02:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband