1-5.mars

Mánudagur:

Gaf, borðaði morgunmat og fór svo með Juttu til Beber og fórum að keyra einhverja hesta með Manna í annað hólf. Komum heim um 12-1 leitið og fórum svo í hesthúsið um hálf2-2. Þá tók við skítmokstur, u.þ.b. 40 cm lag af blautum skít með fullt af heyi í, very nice. Mokuðum eins og brjálæðingar í sólinni til 5. Gáfum þá og fórum hjem. Borðuðum tjúttling og fór snemma að sofa.

Þriðjudagur:

Vaknaði mig ógeðslegar harðsperrur í öllum líkamanum eftir skítmoksturinn, í vöðvum sem ég vissi ekki einu sinni að væru í líkamanum, og fullt af blöðum á puttunum og inn í lófunum. Gaf kl 8, át morgunmat, lagði mig svo í klukkutíma. Skellti mér á bak á Velti og DJÖFULL var hann góður ! Klárlega besti reiðtúr í Þýskalandi so far. Held hann hafi líka verið dálítið flottur hjá mér, skellti hlýfum á hann og hann var djöfulli reistur og stæltur. Mjög sátt. Manni og Jutta komu svo og við fórum að moka meiri blautum þungum skít. Kláruðum um hálf 5, vötnuðum, gáfum og fórum heim. Man ekkert hvað við borðuðum né hvað ég gerði það sem eftir lifði kvöld annað en að ég fékk bréf frá Viðari um að ég fengi vinnuna á Hólmavík í haust sem píanókennari. Ótrúlega ánægð með það þar sem ég held að það sé góð reynsla fyrir mig og þá get ég kannski ákveðið loksins hvort þetta sé eitthvað sem mér langi að gera meira af eða hvort ég eigi að snúa mér að öðru en börnum og píanói, og svo sofnaði brosandi.

Miðvikudagur:

Kl 10 fór ég í hesthúsið og þreif allar stíurnar inni, kemdi Ísabellu, Velti, Flögu og Lykli sem ég, Manni og Elsa keyrðum svo eitthvert suður á bóginn til Biöncu sem ætlar að reyna að selja þá. Vorum á keyrslu í 7 klst og mér sem finnst mjög margt annað skemmtilegra en að sitja í bíl skemmti mér bara nokkuð vel. Gerðist margt fyndið og ég komst endanlega að því að Manni er þýska og karlmanns útgáfan af sjálfri mér eiginlega. T.d. með því að byrja að flauta á fólk og vinka á fullu án þess að þekkja fólkið, hlægja af gömlu fólki með sólgleraugu í engri sól og með krippu labbandi út á götu með göngugrind, tala voða hátt, hlægja enn hærra, ropa voða mikið og kunna ekki að vera fín eru mjög góð dæmi um hversu lík við erum á suman hátt. En ferðin gekk mjög vel, mikið hlegið og mikið gaman. Komum í hesthúsið um 6 leitið, gáfum þá og fór svo heim með Juttu. Fékk grjónagraut með hindberjum útá í kvöldmat. Hringdi í fyrsta sinn í fjölskylduna mína síðan ég kom hingað um kvöldið þar sem elskulegur litli bróðir minn átti afmæli. Hvorki mamma né Darri þekktu mig strax, mjög skrýtið en ég hló nú bara að því. Ótrúlega gaman að heyra í þeim þótt það hafi verið mjög stutt þar sem það kostar svo ótrúlega mikið og ég var að hringja úr heimasímanum hérna og Jutta stóð yfir mér allan tímann, en held það hafi nú ekki verið svo ég myndi tala styttra heldur er hún bara svo skrýtin oft á tíðum en alltaf voða yndisleg við mig. :) Fór svo í rúmið um 10 leitið og horfði á mynd.

Fimmtudagur:

Gaf, borðaði, lagði mig í hálftíma og gerði mig svo til í hesthúsið þar sem Jutta ætlaði á bak kl 11 og ég átti að halda í hestinn fyrir hana á meðan þar sem hún var ekki viss um að komast alveg í fyrstu tilraun og trúlega ekki annarri heldur þar sem það var svo langt síðan hún fór seinast á bak, en ég beið og beið og um hálf 1 var hún ekki enn farin að láta sjá sig svo ég fór niður í hesthús og á bak. Jutta kom svo um 3 leitið en þá hafði hún þurft að gera svo margt á skrifstofunni og ekki verið með gemsann frekar en vanalega. En hún skellti sér svo á bak með mér. Mokaði svo stíurnar og gaf. Fékk steiktar kartöflur með lauk, steikta sveppi og papriku í kvöldmat.  Plokkaði og litaði, fór í sturtu og að sofa.

Föstudagur:

Vaknaði kl 9, tók mig til og fór svo með lestinni til Hannover. Kláraði allar 5 hæðirnar af H&M og sjoppaði fullt af dóti, bæði fyrir mig og aðra. Rölti svo yfir í mollið, borðaði pizzu þar og skoðaði svolítið og fór heim um 3 leitið með fulla poka af dóti. Frekar spes lestarferð á leiðinni heim, sat kona á móti mér ca 25 ára? og var s.s. að hlusta á ipodinn sinn þegar hún byrjaði allt í einu að tárast á fullu og nánast farin að gráta og horfði alltaf á mig og ég segi svona er ekki allt í lagi ? og þá fór hún að segja mér að kærastinn hafi hætt með henni og hún hafi verið að hlusta á "lagið þeirra" og svo reyndi hún að lýsa öllu sambandinu fyrir mér en ég skildi voðalega lítið þar sem hún talaði ekki mjög góða ensku og með svakalegum þýskum hreim. Var svo voðalega fegin þegar ég sá að ég þyrfti að fara þótt það sé leiðinlegt að segja það en það er bara sannleikur. Jutta beið mín svo á lestarstöðinni og keyrði mig heim og hún fór einhvert að óska einhverjum til hamingju með afmælið. Tók því svo bara rólega það sem eftir var af deginum. Jutta fór í kirkjuna um kvöldið, þar var einhver samkoma fyrir konur, meiru náði ég ekki um þennan atburð þar sem Jutta kunni ekki að lýsa því á ensku. Heyrði aðeins í Evu minni sem fór í fyrsta sinn ein í lest í dag, var svo fegin að heyra að ég væri ekki eini aulinn sem kunni ekkert á þetta lestardót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ekki með skype, þá kostar ekkert að hringja. Gaman að fylgjast með þér. Kv. Svava

Svava Jensdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 22:24

2 identicon

Júú, en það er eitthvað bilað hjá þeim þannig ég heyrir ekkert í þeim, þau heyra bara í mér.. svo það var voða ljúft að heyra röddina í þeim :)

Anna Sólrún (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband