25-28 febrúar

Fimmtudagur:

Gaf um morguninn, át og lagði mig svo alltof lengi. Fór ekkert á bak, svo ég mokaði skít til 4-5 og gaf þá. Drukkum kampavín í hesthúsinu og fengum köku. Fórum svo heim, borðuðum kjöt og litaði svo augabrúnirnar, fór í sturtu og eitthvað dúttlerí fram eftir kvöldi.

Föstudagur:

Jutta keyrði mig á lestarstöðina um 9 leitið. Fór þá EIN og kaupti miða og allt það. Var svo komin til Hannover um 10 leitið. Þræddi þar allar mögulegar búðir NEMA stóru H&M búðina .. mér fannst tilhugsunin um að vera búin með hana ekki nógu freistandi svo ég ákvað að bíða með hana og fara seinast í hana. Fór í stóra mollið þar sem var önnur H&M búð og stóðst ekki mátið og fór þangað. Kaupti svo helling af öðru dóti og pokarnir orðnir svo þungir að ég tók bara fyrstu lest heim og fór EKKI í H&M.. En það er þá bara fínt að eiga hana ennþá eftir, eða allaveganna mestalla þar sem ég náði forsmekknum af henni á miðvikud. Held ég hafi sest á einhvern vitlausann stað í lestinni, allaveganna var bara eitthvað voða snobb lið þarna inni, allir í jakkafötum með dagblað og sögðu ekki orð.. og vá svipurinn þegar ég hringdi í Juttu og sagði að ég væri að koma .. leið eins og það væri bannað að tala þarna inni .. sá svo reyndar skilti þegar ég fór út að það væri bannað að hafa tala og vera með læti þarna inni .. heh.. þegar ég var komin á rétta stöð var ég ekki alveg að fatta það fyrr en ca 10 sek áður en lestin fór aftur af stað og hljóp eins og fáviti að hurðinni og hjakkaðist á takkanum að opna hurðina, ekki lítið stressuð með að enda í Rússlandi eða eitthvað álíka! Ég komst þó út og sá Juttu einmitt renna í hlaðið þegar ég kom út á gangstéttina. Fór heim og var svo ákaflega róleg það sem eftir lifði dags og fór EKKI í hesthúsið í fyrsta sinn í 3-4 vikur ! :)

Laugardagur:

Gaf, borðaði og lagði mig svo aðeins aftur þar sem ég var ekki alveg tilbúin fyrir daginn. Fór í hesthúsið um 1-2 leitið og fór á bak þar sem nánast allur snjórinn var farinn, og þess má geta að undir öllum þessum ísaldarsnjó var GRÆNT GRAS !! hvernig er það eiginlega hægt ? Fór á 3 hesta, mokaði skít, gaf og svo kom Wiebke og fór á einn og ég þreyf allan skítinn á vellinum. Gekk svo frá hestinum hennar og við fórum hjem. Beint í sturtu og gerði mig reddý og svo fórum við í fimmtugsafmæli hjá Elsu. Mjög góður matur og mjög gaman, endalaust dælt í manni víni og allir meget gladt. Dansaði eins og vitleysingur og svo var rosa krúttlegt á miðnætti kveiktu allir á stjörnuljósi og sungu fyrir Martinu þar sem hún átti afmæli á miðnætti. Fórum svo heim um hálf 1 leitið  eftir mörg skemmtileg móment og æðislegt kvöld í heild sinni. Fór svo að sofa en sofnaði ekki fyrr en um 4 leitið. 

Sunnudagur:

Ræs hálf 8 og út í hesthús að gefa, kom inn og beint í sturtu og fórum svo í morgunmatsafmæli hjá Martinu. Aldeilis ágætt þar fyrir utan þegar það var hálfpartinn pínt ofan í mig kampavíni kl hálf 11 að morgni, ekki alveg að fýla það. Kom svo heim og spjallaði við ma og Darra og fór í hesthúsið um 3 leitið. Gerði öll skítverkin, gaffla&skófludansaði við Manna og honum finnst ennþá svo merkilegt að stelpa með svona stórann rass komist í splitt og nýtir því hvert tækifæri sem honum gefst í að kippa í löppina á mér og tosa hana uppí loftið.. var  aðeins of ákafur í eitt skiptið í dag þar sem ég endaði flatbaka í drullunni og hann flatmaga á grasinu af hlátri. Juttu fannst þetta alveg takmarkað fyndið og labbaði í burtu þegar við enduðum svo í feiknar ropukeppni. Gaf svo og við fórum heim. Borðuðum einhverskonar pítsu í kvöldmat. Ætla svo snemma að sofa þar sem augnlokin segja mér að það sé eitthvað spennandi á þeim sem ég þurfi að skoða.

 

119/162 =)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh, en gaman að þú hefur það svona fínt. Ég hef nú líka lent í nokkrum lestar-ævintýrum, haha... Og passaðu þig að gefa þér nógan tíma í H&M áður en þú kemur heim, það er fátt skemmtilegra en að versla í útlöndum.

Njóttu þessara mánaða sem eru eftir, sæta. Þeir líða svo hratt.

Stórt knús!

Þórunn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 18:05

2 identicon

hahaha :D Þessi ropkeppni! alveg frábært fyrirbæri :D ;*

Hanna (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband