24.2.2010 | 20:39
21-24 febrúar
Laugardagur:
Held að það hafi lítið gerst merkilegt þennan daginn ;)
Sunnudagur:
Jááá .. datt einu sinni enn af baki .. hvað er að mér ? Vön að detta svona einu sinni í mesta lagi af á ári og núna er þetta fimmta skiptið á rúmum mánuði .. Alveg pottþétt bara hestarnir hérna ;) Allaveganna að þá var þetta ótrúlega pirrandi dagur svo mikið að ég var eldrauð í framan og titraði .. förum ekkert nánar útí það .. Drukkum freyðivín í hesthúsinu og liðið planaði heimsókn sína til Íslands ;)
Mánudagur:
Gaf, lagði mig, fór svo í hesthúsið og mokaði skít í 3-4 klst ooog hjálpaði svo Manna að vatna og gerði allt hitt .. Manni lúði kaffærði mér því ég setti smá snjó inná bakið á honum ..skildi ekkert í honum að þurfa að hefna sín fyrir það .. ;) Fór svo heim og borðuðum stafasúpu án stafa .. skeljapasta í staðinn ;) Spjallaði svo m.a. við Höska um kvöldið, hann sagði mér frá karlakórsferðinni og vá hvað ég er stolt af honum bróður mínum að syngja einsöng með þeim og vera kallaður upp ! :) Fór að sofa um 2 leitið ..
Þriðjudagur:
Gaf, borðaði morgunmat og svaf svo til 2 .. hehö .. fór þá í hesthúsið og mokaði skít, vatnaði með Manna og gaf .. Fékk bæjonskinku í kvöldmat sem var búið að baka innan í svona vínarbrauðsdegi.. mjög gott :) Fór í sturtu, plokkaði mig, las smá og horfði á mynd.
Miðvikudagur:
Vaknaði um 8 leitið, gerði mig reddý og fór svo með Juttu á lestarstöðina og fórum svo til Hannover. Mættum þar um 10 leitið og það fyrsta sem blasti við mér þegar ég gekk út af lestarstöðinni var H&M merki ! .. Hoppaði af kæti og gekk rakleiðis þangað .. Þvílík dýrð.. en þar sem Juttu finnst ekkert voðalega gaman að versla að þá var ég þar bara í hálftíma .. rétt náði að byrja á fyrstu hæðinni .. og bara fjórar eftir. Vorum búnnar að ákveða að hittast fyrir utan H&M á ákveðnum tíma og þegar ég var þar að bíða eftir Juttu sá ég svertingja labba fram hjá mér sem STARÐI á mig .. frekar fyndið að fylgjast með honum þar sem hann labbaði fimm sinnum fram og til baka fram hjá mér áður en hann þorði að tala við mig .. En það gerðist svo á endanum og honum fannst stórmerkilegt hvaðan ég væri .. Passaði mig samt að segja ekki of mikið og sagðist vera að vinna í Hamborg. Fannst hann svo frekar óþæginlegur svo ég ákvað að stinga af. Fann Juttu inní einhverri bókabúð þar sem hún var búin að kaupa allar bækur sem hún fann um Ísland. Röltum svo um og enduðum í risastóru molli þar sem var önnur H&M búð .. ég þangað! Borðuðum svo viðbjóðslegan spænskan mat, grjón með skelfiski, heilum rækjum, kröbbum og einhverju jukki í .. og ógeðsleg fiskilykt af þessu. Borðaði svona 3 bita og ákvað svo að skilja restina eftir, var voða fegin þegar Juttu fannst þetta viðbjóður líka. Hún gaf mér svo ís ! =) Röltum á lestarstöðina aftur og fórum hjem. Fór svo fljótlega í hesthúsið og gerði allt þar ein í þetta skiptið. Kom svo heim um 5 leitið. Snakkede med Vigdís og vorum voða fyndnar að þýða brandara yfir á þýsku, endaði með því að ég skrifaði hor/augabrandarann upp á þýsku og fór svo með Juttu til Elsu og Manna þar sem Elsa á afmæli og er fimmtug í dag :) Sýndi Manna þetta og honum fannst hann EKKI fyndinn heldur ógeðslegur og sagði að íslendingar hefðu ógeðslegan húmor (útskýrði fyrir honum að við Vigdís værum báðar rauðhærðar og það spilaði svolítið inn í okkar húmor). Drukkum smá kampavín og komum heim um 9 leitið. Borðaði brauðsneið þar sem þessir 3 bitar af viðbjóðnum var það eina sem ég var búin að éta yfir daginn.
Athugasemdir
HAHA æji anna nú halda ábyggilega allir þarna úti að ég sé eitthvað ógeð með satanískan húmor :D haha :D
Vigdís Elín (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.