Miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur

Miðvikudagur:

Svaf út :) Fór í hesthúsið um 2 leitið, skellti mér á bak á Velti og ætlaði svo á Gnýfar en það entist í 10 sek þangað til ég datt af baki .. Hann ákvað að byrja að snúa sér í fullt af hringjum þegar ég var hálf komin á bak og snéri svo allt í einu um átt með þeim afleiðingum að ég datt ofan á einhvern ísklump og skall með hausinn í jörðina .. Fór ekki aftur á bak þar sem ég var að drepast í hausnum, bakinu og rassgatinu. Gekk því frá honum og hleypti hestunum uppá melinn.  Gerði svo allt hitt með Juttu, Manna og Elsu þegar þau komu. Þau drukku svo freyðivín en ég afþakkaði pent þar sem ég var eiginlega ennþá að jafna mig eftir afmælið hans Manna. Fórum svo heim, borðuðum kartöflusúpu fór í sturtu, litaði augabrúnirnar og var svo bara róleg.

Fimmtudagur:

Mjög vont að standa upp úr rúminu þennan morguninn .. Jutta neitaði að hleypa mér í hesthúsið og fór því fyrir mig og gaf. Borðuðum svo morgunmat og ég lagði mig aftur eftir 2 íbúfen. Fór í hesthúsið um 4 leitið og kláraði það af. Borðuðum ristað brauð í kvöldmatinn, fór í sturtu, plokkaði og  hékk svo í tölvunni.

Föstudagur/frídagur:

Vaknaði almennilega um hálf 1 leitið eftir að hafa hlupið nokkrum sinnum fram að öskra á hundana að halta kjafti .. mjög vandræðalegt í eitt skiptið þar sem Jutta var víst nýkomin inn og bara jahá .. þú ert aldeilis morgunglöð í dag Anna mín .. og ég bara heehh .. og fór aftur inní herbergi.  Dundaði mér eitthvað til 4 og fór þá í hesthúsið. Afþakkaði að fara með Juttu í matarboð að borða lifandi skelfisk. Borðaði því eitthvað Baquette sem var alveg ágætt. Wiebke kom um 8 leitið, spjallaði við hana og fór svo uppí herbergi þegar hún fór. Horfði á mynd og fór að sofa.

Vona þið hafið það öll voða gott heima á klakanum =)

Chá :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert bara alltaf að meiða þig anna mín :/ vona að þú sért samt heil þannig ég geti knúsað þig þegar þú kemur heim eftir 126 daga =)

LuvLuv ;*

Vigdís Elín (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband