12-16. Feb ! =)

Föstudagur:

Frídagur! .. svaf til ca 11 og gat þá ómögulega sofið meira svo ég skellti mér í sturtu, blásaði og slétti hárið og málaði mig þar sem ég hafði EKKERT að gera. Þegar ég var búin að skoða allt skoðanlegt á netinu þá ákvað ég að drífa mig bara í hesthúsið. Manni var frekar hissa á að sjá mig og sagði  að ég væri geðveik að nota frídaginn minn í hesthúsinu .. þar sem ég er alla aðra daga ! En jæja, Jutta bauð Manna og Elsu í mat og við borðuðum hakk og pasta, drukkum svolítið hvítvín og svo fór ég fljótlega að sofa.

Laugardagur:

Gaf, borðaði eina brauðsneið með sultu og var svo komin uppí rúm reddý til að taka morgunlúrinn og var alveg að sofna þegar Jutta kallaði á mig. Fór niður og þá voru einhverjir hestar sloppnir út. Við fórum því til Manna, tókum Elsu með okkur og smöluðum þeim inn aftur. Fórum svo aftur heim í Niengstedt að ná í girðingadót og svo fórum við Manni og gerðum nýja girðingu í kringum þá. Svo ótrúlega gaman að vera þarna með Manna, þótt ég skilji voða lítið sem hann er að babbla að þá hlæ ég samt alltaf að honum þar sem hann gerir svo fyndna svipi og hlær mjöög fyndið. Væri sko pottþétt skotin í honum ef hann væri ca 30 árum yngri og konulaus. En hvað um það .. Fórum svo heim og ég dundaði mér í 2 tíma og fór þá í hesthúsið og gerði allt þar. Fór svo heim með Juttu og við borðuðum. Settumst svo fyrir framan tv og drukkum freyðivín eins og við ættum lífið að leysa/leisa? Fór svo upp og heyrði í Evu, fór í sturtu og í rúmið. Mjög góður dagur.

Sunnudagur:

Gaf, borðaði og lagði mig svo í klukkutíma. Fór í hesthúsið og skellti mér á 7 stk hesta þar sem það var kominn hellingur af snjó yfir allan klakann, mokaði skít og gaf. Fórum svo heim, skellti mér í sturtu og gerði mig ready og svo fórum við með Manna og Elsu út að borða. Gerðist margt skondið í þessari skemmtilegu ferð. M.a. fórum við Manni í smá ropukeppni inná veitingastaðnum á Valentínusardegi í þokkabót.. fullt af pörum útað borða voða rómó .. Jutta og Elsa fóru á annað borð því þær skömmuðust sín svo en komu svo aftur þegar við lofuðum að hætta. Fékk grísasnitzel að borða, mjög gott. Á leiðinni heim var ég ekki alveg búin að útkljá þetta með Manna svo ég sleikti puttann og stakk honum uppí eyrað á honum.. hann varð alveg eins og lítið smástelpa og öskraði OOJJJJJ ANNA !! og stoppaði bílinn, fór út og dró mig út líka og fór svo að kasta helling af snjó í mig, oog þarna vorum við úti í ca korter í snjókasti. Fórum svo heim og beint að sofa.

Mánudagur:

Vaknaði um hálf 7 og át með Juttu, fór svo í hesthúsið og gaf og beið eftir köllunum sem voru að koma að járna. Þeir járnuðu 5 stykki með SKAFLASKEIFUM !! þær voru uppgötvaðar loksins ! Fór svo heim um 12 leitið eftir að hafa húkt þarna á hettupeysunni í tíu stiga frosti að bíða eftir að þeir kláruðu þetta. Fékk mér epli og fór svo fljótlega aftur í hesthúsið og tók "skeifnasprett" á 4. Kláraði svo allt ein þennan daginn þar sem Jutta var á skrifstofunni og Elsa og Manni að undirbúa afmælið hans Manna. Ég fór svo heim, gerði mig sæta og beið eftir Juttu. Um 7 leitið fórum við svo til Manna. Þar var hellingur af fólki. Afþakkaði alla drykki fyrsta klukkutímann þangað til afþökkun var ekki tekin gild lengur og Elsa helti freyðivíni í glas fyrir mig og hellt í mig nokkrum skotum. Freyðivínsglasið kláraðist bara einu sinni í lok kvöldins þar sem um leið og ég tók einn sopa var einhver kauði í því að bæta þann sopa alltaf upp í glasinu. Endaði allt saman með nokkrum æluferðum á klósettið hérna heima. 

Þriðjudagur: 

Efiður dagur! .. Vaknaði hálf 8 og gaf og borðaði svo epli.  Reyndi að leggja mig en gat ekki sofnað vegna hausverks og flökurleika .. hét sjálfri mér því að drekka ALDREI aftur .. en ég er nú þegar hætt við það þar sem það var verið að bjóða mér í afmæli þarnæstu helgi og það er LANDSMÓT  í sumar! En já druslaðist í hesthúsið um 2 leitið og fór á Velti. Mér hefur sjaldan liðið jafn ömurlega á hestbaki svo ég hafði reiðtúrinn í styttri kantinum og lónseraði hann svo bara í rúman hálftíma .. aðeins skárra að snúast í endalausa hringi heldur en að hossast. Hleypti svo einu hólfi uppá melinn, vatnaði með Juttu, Basta, óléttugellunniseméggetekkimunaðhvaðheitir og Manna, hreinsaði stíurnar með Manna og gaf. Fórum heim, borðuðum ristað brauð í kvöldmatinn þar við höfðum hvorugar lyst á neinu öðru. Þótt að líðan hafi verið ömurleg í dag að þá var veðrið GEÐVEIKT, sól, logn og bara -1° :)

Tschüß & skál ;*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert best og ég elska að lesa bloggin þín :* þvílik synd að manni sé ekki 30 árum yngri eða þú 30 árum eldri en hver veit hver veit HOHO.. við þurfum að fara prófa bráðum aftur skype síman. Hlakka til að heyra í þér :*

Helga Margret Hreiðarsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 17:31

2 identicon

haha ég hló upphátt allavega tvisvar, gaman að lesa að þú skemmtir þér;D

Dagný (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband