5-9 febrúar

Roosalega er tíminn fljótur að líða .. er strax búin að vera næstum mánuð hérna.

Síðustu dagar voru bara nokkuð góðir. Fékk ekki frí á föstudaginn þar sem það var svo mikið að gera hjá Juttu á skrifstofunni að ganga frá öllu og það kom fólk að skoða Ásdísi og það var ekki búið að hreyfa hana í marga mánuði, svo ég fór í það á föstudaginn eftir að hafa sofið út og hjálpaði svo Manna seinnipartinn.

Á laugardeginum gaf ég og var svo í hesthúsinu mest allan daginn. Fór á nokkra hesta og svo kom Wiebke og sýndi fólkinu Ásdísi, hún er pollróleg meri eiginlega bara svona barnahestur, og gellan sem var að skoða hann hefur greinilega ekki oft sest á bak hvað þá farið á námskeið þar sem lappirnar á henni stóðu útí loftið og taumarnir laflausir .. svo þótti henni voða skrýtið að hún hlypi bara og þorði ekki meir og fór af baki, spurði svo hvort hún mætti prófa annan hest og Wiebke sagði henni að fara á nokkur námskeið og koma svo aftur. Jutta kom svo í hesthúsið og Manni og við kláruðum allt og um kvöldið fórum við Jutta og vinur hennar út að borða. Þessi vinur hennar minnir mig rosalega á Eyjólf í Þingnesi .. held ég þurfi ekki að lýsa honum betur. Ég fékk mér lambakótilettur og kunni þá strax að meta íslensku lömbin mun betur. Jutta og vinurinn fengu sér fisk .. var næstum búin að öskra þegar gellan kom með matinn þeirra þar sem það var bara heill fiskur í öllu sínu veldi með gnístandi tennur og augun galopin á disknum ! Og þetta borðuðu þau með bestu lyst. Leið frekar illa að borða þarna þar sem fiskurinn hennar Juttu sneri með hausinn að mér og mér þótti frekar óþæginlegt að hafa hann þarna starandi á mig borða ! Vinurinn kroppaði líka augun úr og át þau ! En þetta tók nú allt enda og vinurinn keyrði okkur heim þar sem Jutta var orðin frekar kend. Fór svo fljótlega að sofa eftir að hafa farið út að labba með dogsana.

Á sunnudagsmorgninum vaknaði ég og gaf og tók allar kápurnar af hestunum. Fór svo heim og lagði mig aftur. Fór í hesthúsið um 2 leitið og dundaði mér þar með helling af fólki sem ég hef aldrei séð áður. Wiebke kom og eitthvað par sem var að sækja Aris og Vála því þau ætla að reyna að selja þá fyrir Wiebke. Manni var í prakkarastuðinu þennan daginn og var alltaf að skvetta á mig vatni, kasta í mig snjó og henda yfir mig heyi. Marie gaf okkur svo freyðivín með appelsínusafa útí, því hún átti afmæli nokkrum dögum fyrr. Fórum svo heim og átum.

Gaf á mánudagsmorguninn, og gerði svo ekkert allan daginn þangað til hálf 4, fór þá í hesthúsið. Borðuðum svona kjöt með osti og skinku innaní.. hvað heitir það aftur ? .. Allaveganna var það mjög gott og fullt af salati og kartöflum með. Hædí vinkona Juttu kom í heimsókn og við drukkum rauðvín.

Í morgun gaf ég, borðaði morgunmat og lagði mig svo í klukkutíma eða svo .. Fór niður í hesthús og hleypti einu hólfi út á melinn, kom heim og henti hundunum út og raðaði helling af hestadrasli niðrí kjallara .. Síminn hringdi og hringdi örugglega í svona 10 mínútur stanslaust og ég kunni ekki við það að svara þar sem það eru ekki svo margir sem tala ensku hér í landi. En svo tók ég hundana inn og þá var dinglað .. og ég bara hmm okey og fór til dyra, þá var þar brjáluð kelling sem ætlaði að hringja á lögguna og láta skjóta þessa hunda þar sem það var ekki svefnfriður fyrir þeim. Ég spurði hana þá hvaða fólk væri sofandi á þessum tíma dags og það væru flestir í vinnu og eitthvað. Hún var eldrauð í framan og titraði af reiði og fór. Sagði svo oft að hún ætlaði að hringja á lögguna og að hún væri búin að því .. allt til skiptis. Ég varð skíthrædd, ein heima og hringdi í Wiebke þar sem ég vissi ekki nr hjá Juttu og vissi að hún væri voða sjaldan með símann sinn. Wiebke var bara voða kammó yfir þessu og sagði að hún gerði þetta nánast annan hvern dag og ég ætti ekki að hafa neinar  áhyggjur því löggan kæmi voðalega sjaldan þar sem þeir nenna ekki að hlusta á þessa kellingu því hún vælir fyrir öllu. Jutta kom samt heim til öryggis þegar Wiebke náði í hana, en fór svo aftur hálftíma seinna. Þreif herbergið mitt á meðan Jutta var ennþá hérna, skipti um á rúminu og svona og þegar Jutta fór ákvað ég að fara þá bara niður í hesthús svo ég myndi pottþétt ekki lenda í löggunni. Var farin að ímynda mér að það ætti að henda mér úr landi og sitthvað fleira .. en ég náttúrulega langt frá því að vera heilbrigð.  Í hesthúsinu skipti ég um hólf, þeas setti hestana sem voru útá melnum inn og hleypti öðrum út. Mokaði frosinn skít, braut vatnið þeirra, fór með "stroh" til þeirra, kemdi liðinu og þá komu Jutta, Manni og Elsa, skiptum einu sinni enn um hólf og settum síðasta hólfið út. Biðum svo eftir merunum sem voru á melnum þangað til þær voru búnar að hlaupa og skvetta úr sér öllum krafti, settum þær svo inn og gáfum. Fórum svo heim og borðuðum grjónagraut. Sýndi Juttu myndir úr tölvunni.. m.a. frá áramótunum og hún var alveg gáttuð yfir því hversu mikið við gætum drukkið. Þótti voðalega gaman að sjá hvernig allt væri gert á Íslandi.

Hvað um það, hafið það sem allra best þið þarna heima á klakanum,

tschüß =)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það heitir Gordon Bleu ;)

Og er hestunum gefið stroh ! ? :O ekki skrítið að þeir séu dálítið rólegri en gengur og gerist ;)

Vigdís Elín (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 18:29

2 identicon

jaaá alveg rétt :)

og HAHA neii ekki áfengið .. þetta er efsti parturinn af korni .. æj svona eins og er ræktað heima líka .. ekki venjulegt gras heldur svona sem margir gefa beljum .. 

Anna Sólrún (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 19:31

3 identicon

hahaha var Jutta að hlæja af því hvað við íslendingar gætum drukkið? ;) af þessum bloggum þínum að dæma finnst mér fólkið þarna úti ALLTAF vera að drekka :D hehe

Alla (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 08:12

4 identicon

hehe já Alla, en þeir drekka bara alltaf lítið í einu, 2 glös í einu oftast ekki mikið meira ..

Anna Sólrún (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 10:47

5 identicon

hvurslags kettlingar eru þetta :D ef maður er á annað borð að setja áfengi inn fyrir sínar varir verður maður að gera það almenninlega ;) Anna ég er með mission fyrir þig....kenna þessum þjóðverjum að drekka :p

Alla (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 20:09

6 identicon

hehe já Alla, þau koma nokkur til Íslands í júlí og þá ætla ég sko að hafa föður minn, Steina Guðmunds, Óla Dabb og Palla á Steinda í broddi fylkingar að kenna þeim hvernig á að gera þetta ;)

Anna Sólrún (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 16:09

7 identicon

Hahaha! ég vænti þess þá að sjá dauða þjóðverja á stangli hér og þar á Landsmóti *hahaha sé það fyrir mér* 

Hanna (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 17:35

8 identicon

HAHAHA þú verður að hafa myndavél og jafnvel videovél með þér :D

Alla (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband