1.-4. febrúar

Vikan var voðalega fljót að líða. Dagarnir fóru í hesthúsið. Komst á bak í 3 daga og þá var gamanið búið, fór að rigna í allann snjóinn svo það myndaðist klaki yfir öllu og ekki hægt að ríða meira.

Ekki margt búið að gerast, frekjulega "haa?" ið mitt komst reyndar óvart út úr trantinum á mér í vikunni og það þótti Manna ákaflega fyndið og þegar einhver var að tala við hann þá sagði hann "haaa?" með frekjustylenum mínum ! mjög fyndið samt sem áður.  Fórum líka í ropukeppni og snjókast. Þessi maður er hreinn og beinn snillingur, tala nú ekki þegar hann fer að segja "sjæsen", þá er afskaplega erfitt að halda niður í sér hlátrinum. 

Eva hringdi á fimmtudaginn (gær) .. og sagði mér mjög fyndna hluti .. en þeim verður ekki upplýst hér. Hún spjarar sig bara mjög vel þarna heyrðist mér. =) 

Elskulegur faðir minn átti líka afmæli á þriðjudaginn =) .. 52 ára polli :)

Gaman að segja frá því að á aðfaranótt miðvikudags vaknaði ég um hálf 4 leitið sitjandi á gólfinu í splitti og öll ljós kveikt og ég að babbla eitthvað á þýsku. Vissi ekki hvaðan veðrið af mér stóð og fór aftur uppí rúm að sofa. Þegar ég vaknaði um morguninn fann ég svo að það var kannski aðeins of langt síðan ég hef runnið mér niður í splitt síðast þar sem ég var að drepast í innanverðum lærunum allann daginn. 

Komið gott í bili..

Tjuus 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahha þú ert nú meiri :D

Vigdís Elín (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 11:35

2 identicon

Haha ég hélt þú værir að reyna að vera dönnuð og ropa ekki og hlæja ekki mjög hátt.. mér datt svosem í hug að það myndi ekki endast lengi! ;)

 vertu dugleg að blogga

Unnur Þ (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 19:36

3 identicon

HAHAHAHAHAHAHAHA ANNA SÓLRÚN ;D

Kristín (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 00:56

4 identicon

Hahahaha! Þetta er ekkert nema fyndið ;*

Hanna (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband