31.1.2010 | 19:25
Helgin 29.-31 jan =)
Föstudagur:
Lítið að segja frá, lá í leti aallaan daginn ! .. Manni, Elsa og Basti komu í heimsókn um kvöldið og þau drukku og drukku .. og jáá .. segi ekki meir. Við Basti fórum út í göngutúr með hundana ! Og svo var farið snemma í háttinn.
Laugardagur:
Gaf kl 8, fór heim í morgunmat, lagði mig smá og fór útí hesthús um 12 leitið. Prufaði að fara á bak á Seiði en það var of mikill klaki ennþá svo hann rann bara útum allt og náði engu jafnvægi, svo ég mokaði bara allan skít sem ég fann og fór heim. Klukkan hálf 4 fórum við Jutta aftur í hesthúsið og gáfum. Svo fór hún í afmæli þegar hún var búin að elda handa mér :D .. Hafði það bara náðugt það sem eftir lifði kvölds.
Sunnudagur:
Gaf kl 8, fékk mér ristað brauð og lagði mig svo =) .. Fór með hundana út um 12 leitið og var svo róleg til hálf 4 .. Fórum þá í hesthúsið að stússast .. Fór á bak á Flögu .. ( gaman að segja frá því að ég var búin að taka vitlausa meri fyrst og leggja á hana,sömu meri og ég fór á síðast þegar ég datt af baki. Flaga er s.s. mjög kammó meri og ekkert vesen á henni en þessi var mjöög paranoid og mjög stressuð gella svo ég var farin að efast um að þetta væri Flaga, ákvað samt að spurja Juttu áður en ég skilaði henni .. Þá var þetta einhver 4 vetra meri sem var búin að fara í 4 vikna frumtamningu og ekki meir og fylfull í þokkabót .. floottt hjá mér ! svo ég tók af henni og sleppti henni útí hólfið sitt.) Reiðfærið var miklu betra í dag þar sem snjórinn var búinn að þéttast mikið meira ofaná klakanum svo það var allt í lagi að fara nokkra hringi. Kláruðum svo að gefa og stússast og fórum svo heim. Ég fór út að labba með hundana og Jutta fór að moka snjó útí garði hjá sánunni þar sem hún og vinur hennar voru að fara þangað. Hún eldaði svo fisk .. alveg mjög góðann bara !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.