27 & 28 janúar 2010 =)

Miðvikudagur 27.jan =

Jutta vakti mig kl hálf 9 og bað mig að hjálpa Manna niðrí hesthúsi því allir hestarnir voru sloppnir út. Átti s.s. að fá að sofa svolítið lengur því Manni gefur á miðvikudögum. En ég fór niðreftir og þá var Manni búinn að koma þeim öllum inn svo ég fór bara í það að þrífa upp allan skítinn eftir þá hér og þar. Jutta kom svo og við gerðum nýja girðingu í kringum þá þar sem þeir rifu hina alla niður og slitu. Hleyptum svo nokkrum uppá melinn og þrifum skítinn þeirra á meðan. Fór svo heim um 2 leitið og fékk kartöflusúpu. Dundaði mér svo eitthvað til 3 og fór þá í hesthúsið að gera kvöldverkin (moka skít, vatna og gefa). Við Jutta fórum svo í bíltúr og ætluðum að fara með flöskur eitthvert en það var lokað svo við fórum aftur heim og borðuðum fisk. Fór svo frekar snemma að sofa með hausverk og flökurleika en Jutta fór til vinkonu sinnar í freyðivínspartý ! ;) hehh .. ég afþakkaði pent.

Fimmtudagur 28.jan =

Hundarnir vöktu mig um hálf 7 leitið og fór svo í hesthúsið kl 8. Kom heim í morgunmat og það var komið eitthvað vooðalega spes fólk að skipta um gólf í hundaherberginu. Gæti best trúað því að þau hafi aðeins verið að fá sér í nös undanfarin ár. En allaveganna þá var ég voða lítið að gera í allan dag. Fór í hesthúsið um 2-3 leitið og mokaði skít, vatnaði, gaf og sitthvað fl. Kom svo heim og fór fljótlega aftur með Juttu í hesthúsið því Manni og Elsa voru að koma með nýja hesta frá Íslandi. Komum þeim fyrir og fórum heim. Fór út í göngutúr með hundana, kom svo heim og fékk pitsu í matinn. Hélt að það myndi kvikna í kjaftinum á mér eftir hana .. roosa sterk! Hoppaði svo í sturtu og ætla að spjalla svolítið í kvöld og sofa út á mrg þar sem það er frídagur ! :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband