26.1.2010 | 20:32
25 & 26 jan
Sunnudagskvöld:
Fór í hesthúsið aftur um hálf 4. Mokaði skít og gaf oog svo gaf Manni okkur rauðvín sem var hitað í hraðsuðuketil .. sjóðandi heitt .. og bara alveg ágætt :D. Við fórum svo heim að borða pasta. Um 8 leitið fórum við Jutta svo niður í hesthús aftur því það var verið að sækja einn hestinn. Þurftum að bíða svolítið lengi en kallinn kom á endanum að sækja klárinn. Fórum svo heim, spjölluðum svolítið og fór svo upp í tölvuna og var sofnuð uppúr hálf 11.
Mánudagur:
Vaknaði og gaf um hálf 8. Fór svo heim í morgunmat og lagði mig svo aftur. Vaknaði uppúr 11 og fór þá niðrí kjallara að raða helling af drasli. Fullt af hestadóti, bæði föt og fyrir hestana sjálfa. Það tók svona 2 tíma. Svo dundaði ég mér eitthvað og fór í hesthúsið um 3 leitið. Gerði það sama og venjulega þar. Jutta kom svo og Manni og Elsa og við ákváðum að hleypa einu hólfinu upp á melinn hérna fyrir ofan til að leyfa hestunum aðeins að sprella. Og það var sko sprellað ! .. haha þvílík lífsgleði sem greip grey hrossin. Það voru tveir ungir folar þarna með þeim og við Manni ætluðu að taka þá og teyma til baka .. En öll hin hrossin hlupu eins og fætur toguðu til baka og þá trylltust þessir 2 sem við héldum og ég var bara frekar heppin af halda hausnum á mér ennþá því Tvistur rigti af mér taumnum og sneri sér við og þrumaði afturlöppunum á sér eins fast og hann gat í áttina að mér og ég rétt náði að henda mér aftur á bak og fann taglið strjúka nefbroddinn á mér .. hélt það myndi líða yfir Elsu þegar hún sá þetta .. haha een já svo komum við þeim inn í hólfið sitt aftur, gáfum þeim og fórum svo heim. Fékk svínasnitzel í kvöldmat. Fór að sofa eitthvað um 11 leitið.
Þriðjudagur:
Gaf kl 8, kom heim í morgunmat, gerði mig reddý og fór svo með Juttu í næsta þorp þar sem hún var að hitta dýralækni sem var að koma með einhverja tölvu í gömlu heilsugæslustöðina þar sem Jutta og kallinn hennar unnu áður en hann dó. Komum við á pósthúsinu, versluðum í matinn og fórum heim. Manni kom svo og sótti okkur og við fórum í eitthvern bæ og í búð sem er svona eins og Húsasmiðjan og Rúmfatalagerinn saman og vorum að kaupa parket og ýmsilegt fl því Jutta er að fara að láta skipta um gólf á einu eða tvem herbergjum hérna .. gerðist ýmislegt fyndið þarna líka :D haha .. En svo fórum við heim og beint í hesthúsið, mokaði skít, gaf og fórum svo heim, fékk mér ristað brauð með sultu og svo upp í herbergi. Jutta fór hinsvegar í kirkjuna að stússast eitthvað. Heyrði í Evu minni :) hló aallaaan tímann .. haha ekki búin að hlægja neitt almennilega síðan ég kom svo ég missti mig alveg við Evu .. haha :D .. een allt gott að frétta af henni :D Ætla svo bara að hangsa í tölvunni, skrifa dagbók og svona og fara að sofa fljótlega :) Guden Nacht ! :*
Athugasemdir
Gott að heyra að allt gegnur vel Panna mín :D Ég les alltaf bloggin þín en nenni aldrei að kommenta fyrr en núna.
Skemmtinlegt að vita hvað þú færð að borða þarna.. en ég verð eiginlega að segja að mér finnst þú ekki vera nógu vel fóðruð þarna í Þýskalandi :s en jæja...
bæjó :D;*
Kristín (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.