Afföll !

Miðvikudagur:

Mátti sofa aðeins lengur því Manni ætlaði að gefa. Var vöknuð um hálf 10, fékk mér epli og fór útí hesthús kl 11. Byrjaði að moka allan skít og  fór svo á Gnífu og svo á Flögu sem var frekar paranoid og eftir nokkra hringi ákvað hún að láta sér bregða aðeins of mikið og tók punktsnúning, prjónaði og skvetti mér svo af ! Flott flott .. en ég lét ekki deigann síga og fór aftur á bak á henni. Gaf henni svo fóðurmélið sitt, setti á hana kápuna og útí girðingu með hana. Tók Ísabellu inn og lagði á hana. Þar sem hún alltof löt greyið og nennir ekki að lyfta löppunum uppúr snjónum þá vildi hún frekar detta bara og láta mig fljúga í kollhnís yfir sig ! Þá var öxlin eftir fyrra dettið farin að segja til sín svo ég byrjaði að rölta með hana inní hesthús aftur .. fór þá að finna verk í tánnum en ég lenti beint framan á þeim eftir kollhnísinn. Ég gekk frá henni og rölti heim. Fór í sturtu og lagði mig svo. Manni og Elsa komu í heimsókn og við drukkum hvítvín. Svo var matur, alveg ágætis fiskur. Hékk svo í tölvunni þangað til ég fór að sofa.

Fimmtudagur:

Frídagur ! :) .. vaknaði hálf 12 og hékk í tölvunni aallaan daginn !  Mjög sjaldan leiðst jafn mikið .. Fékk svo "mat" kl 6 .. grjón með sósu ! Hlakka rosalega til að fá að komast út í hesthús á mrg að gera eh ef axlirnar verða til friðs og nenna að leyfa mér að hreyfa sig ! ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grjón með sósu ? bíddu á þetta fólk heima í húsasundi eða ? ;p

Vigdís Elín (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband