18 og 19 janúar

Mánudagur:

Var vöknuð uppúr 7 og fór niður í hesthús að gefa, brjálæðisleg hálka og ég flaug á hausinn á götunni og þegar ég leit upp sá ég gamlan kall standa í eldhúsglugganum sínum hlægjandi að mér :( .. mjög vandræðalegt .. een já .. gaf og rölti svo heim í morgunmat .. fékk mér bara epli :)  Hélt svo fljótlega útí hesthús aftur en fattaði ekki að þeir væru allir að éta ennþá svo ég beið og beið til hálf 11 þá gat ég farið að moka undan einhverri fylfullri meri sem heitir Shiwa að mig minni ;) Fór svo á bak á þessum 5 hestum Seið, Ljóma, Ísabellu, Gnífu og Flögu, mokaði meiri skít og fór svo heim um hálf 5 leitið. Þambaði og þambaði vatn til 6 og þá var matur .. kjöt í matinn sem var eins og að borða rjúpu .. leysist upp í kjaftinum á manni og lætur mann kúgast .. ekki eins á bragðið þó. Fór svo upp í herbergi og horfði á Sódóma Reykjavík og fór í bælið uppúr 10. Já og Eva hringdi guð hvað ég var guðslifandifegin að heyra í einhverri íslenskri rödd .. hún hefur það bara mjöög gott heyrðist mér þarna hinu megin á landinu ;) meget godt :D

Þriðjudagur:

Vaknaði korter í 8 og fór og gaf. Slapp við öll "fljúgaáhaus" atvikin þetta skiptið. Sem betur fer var ég ein í hesthúsinu þegar ég gaf því á tímabili hélt ég að húsið væri að hrynja og það væri svona svakalegur jarðskjálfti eða eitthvað álíka og hljóp út öskrandi en þá var bara allur snjórinn að detta af þakinu og svona svakaleg læti sem því fylgdi. En ég hélt áfram að gefa og fór heim í morgunmat .. borðaði eina brauðsneið og lagði mig svo í 20 mín. Þá fór ég í hesthúsið og byrjaði að moka allan skít og fór svo á bak ;) Var orðin frekar pissed off að vera alltaf ein í hesthúsinu og fannst þetta ekkert skemmtilegt lengur smá stund í dag þangað til ég kom heim og Jutta segir " ég held það sé sniðugara að þú farir svolítið seinna útí hesthús á daginn svo þú getir hitt allt fólkið sem kemur hálf 4-5 leitið og þá ertu ekki alltaf ein" og þá komst ég í mun betra skap :) Var búin frekar snemma í hesthúsinu í dag eða um 2 leitið þar sem túrverkirnir og hausverkurinn lét mig gera hlutina hraðari, eða svo vill ég meina. Hafði það bara rólegt það sem eftir lifði dags. Grjónagrautur í matinn, mér dauðbrá að sjá grjónagraut því ég hélt hann væri alíslenskur. En jæja jæja .. gat ekki borðað mikið útaf verkjum en þó eitthvað. Fór svo uppí herbergi, Darri að lýsa fyrir mér leiknum á skype þar sem ég fann hann ekki á neinni stöð í þessu húsi. Horfði á Kung Fu Panda, setti inn nokkrar myndir hérna fyrir ótæknivædda fólkið (Andrés, Halla o.fl) sem nota ekki Facebook.

Guden Nacht !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahaha :D ég sé alveg fyrir mér þennan gamla kall hlæja!

Get bara sagt "feel for you" ef þetta smakkaðist svona svipað og rjúpa!! :o

En trúi nú ekki öðru en að margt þarna sé gott :) og það er líka svo gott að vera bara að borða hollan mat þarna sem þú virðist vera að gera! Væri alveg til í að komast í svona umhverfi þar sem sukk matur er ekki nálægt manni alls staðar eða þú kemst hvort eð er ekkert sjálf til að kaupa? og svona :)

Sakna þín of mikið strax en tíminn mun líða fljótt! :**

María :) (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband