Fyrstu dagarnir í Dauchlandi ! =)

Fimmtudagur:

Lagði af stað um 3 leitið heimanað frá og upp á flugvöll. 10 kg í yfirvikt = 14 þúsund krónur takk fyrir! obbossíí .. En flugið gekk svo bara mjög vel, gat samt ekkert sofnað. Jutta beið mín svo á flugvellinum í Frankfurt og við tókum örugglega svona 5 lestir og rútur inní Frankfurt og þá loksins komumst við í síðustu lestina sem við vorum í í ca 2 og hálfan tíma ! Komum við í hesthúsinu að skoða áður en við fórum svo í húsið þeirra sem er btw HUGES .. ! herbergið mitt er voða stórt og með sófa og setustofu og alles :D haha .. afgangurinn af deginum fór svo í það að taka upp úr töskunum. Fór svo að sofa um 10 leitið á þýskum tíma eftir að hafa verið vakandi í 36 klst ! met !

Föstudagur: 

 Vaknaði uppúr 9, fékk mér smá að borða og svo í hesthúsið. Prófaði einn hest, Seið, sem Jutta á, ekkert rosalega hraðskreiður sá frekar en hinir, en voða stilltur og góður. Fórum í bíltúr með Manna og Elsu í þorp sem er hérna nálægt að sækja einhverja fylfulla meri. Manni og Elsa eru ótrúlega fyndin þótt ég skilji ekkert hvað þau segja, þau tala ekki eitt stakt orð í ensku en kunna að segja skál á íslensku ! ;) Þegar við komum aftur í hesthúsið gaf Manni okkur snafs og þau skáluðu fyrir mér og buðu mig velkomna :) Fórum svo heim, ég hitti Wiebke og vinkonur hennar komu í heimsókn og við drukkum freyðivín.

Laugardagur: (Birna&#39;s birthday :D <3)

Vaknaði kl 7 og fór að gefa með Juttu. Komum svo til baka og fengum okkur morgunmat. Svo fór ég með Wiebke í eitthvað annað þorp hérna nálægt og þær voru að skoða einhverja sjoppu sem mér skildist að þær ætluðu að leigja til að selja hestana í. Ekki alveg viss samt. Fórum svo beint í hesthúsið og ég prufaði 4 nýja hesta og fór aftur á Seið í lokin. Mokaði helling af skít og gaf. Svo voru nokkrar kellur þarna um daginn sem buðu mér kampavínsglas og ég hef komist að því að Daucharar skilja ekki nei. Svo ég drakk. Um kvöldið var mér svo aftur gefið kampavín og ekki bara eitt glas .. aðeins fleiri. Fórum svo heim, borðuðum hvíta pulsu með rauðkáli (já mamma ég borðaði rauðkál)  og forsoðnum kartöflum ! girnó .. Kæró hennar Wiebke kom svo að lagaði netið í tölvunni minni og ég komst FINALY á facebook ! :D .. átti gott spjall við mömmu sætu og fl og fór svo að sofa.

Sunnudagur: (Eva komin til Þýskalands :D)

Mátti sofa út í dag því það er heilagur dagur. En ég var vöknuð um 10 leitið og fékk mér þá hart brauð með klígjugjörnusmjöri þar sem ég fann ekkert girnilegra ! ;) Fór svo og tók kápurnar af hestunum og hengdi þær upp. Labbaði svo heim fékk mér epli og fór aftur niðureftir og fór á Seið og Ljóma. Wiebke kom svo seinna þegar ég var búin að moka allan skít sem ég fann þar sem mér leiddist að biða eftir henni. Fór svo á Gnífu og man ekki hvað hin heitir ..  Mér var líka enn og aftur gefið freyðivín í hesthúsinu og smá snafs.  Fór svo heim og borðaði kjöt sem var skrýtið og Jutta gaf mér nýjann síma og þýskt kort. Svo hugsa ég að sturta og snemma í háttinn sé málið í kvöld. 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá en gaman að lesa :D eg mun fylgjast með :D:D ;***
elskjú :) <3

kristrún (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 18:24

2 identicon

Hæ hæ elsku frænka mikið er þetta spennandi  allt saman,það verður spennandi að fylgjast með þér. Gangi þér vel !

Ásta Skásta !! (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 18:28

3 identicon

jahérna anna þú verður nú meiri byttan þegar þú kemur til baka! en gaman að lesa þetta og hvað þú ert dugleg að moka skít, sé það alveg fyrir mér ;) vertu dugleg að blogga ;** kveðja frá fróða

unnur (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 18:35

4 identicon

Gaman að heyra að allt gangi vel og ROSA gaman að þú skulir ætla að blogga ;)

Kossar og knús frá Danmörkinni.

Þórunn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 19:25

5 identicon

Og btw... þá ætla ég rétt að vona að þú eigir ekki við mig þegar þú segir "gömlu frænkunum"! ;)

Þórunn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 19:30

6 identicon

Hæ sætasti X herbergisfélaginn minn ;* Vá hvað það er allt svo tómlegt hérna án þín :( en vá hvað þetta hljómar geðveikt spennandi! :D reyndu að læra þýsku svo þú getir komið í skólann næsta haust og rúlllað upp þýskunni! :D ;* vertu svo líka dugleg að blogga :P

Hanna :) (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 22:15

7 identicon

Það er eins gott að þú fórst á nokkur fillerý áður en þú fórst út, annars væriru bara dauð áfengidauða :p

mundu svo, ígh bín ein kúgelskræber og igh vil fa ein spindlúr :D

Skemmtu þér æðislega vel ástin mín :) ég hef fengið það hlutverk hér á íslandi í litlum hópi að herma eftir hlátrinum þínum þannig ég get reynt að láta fjarveru þína ekki mikið á fólkið fá ;) 

XOXOX

Vigdís Elín (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 23:31

8 identicon

Haha vá ég vissi ekki að þjóðverjar væru svoona miklar byttur!

Endalaust hellt í þig þarna :D

Keep up the good work! :)

;*

María :) (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 23:59

9 identicon

heheh gaman að fylgjast með þer þarna uti :D
vantar sætu önnu i hyrnuna :(
en gaman að segja fra þvi að amma min var þysk og bjo i þyskalandi og hun heitir Jutta og systir min Guðbjörg Jutta haha :D
en haltu áfram að blogga elskan:*

Áslaug :D (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 14:12

10 identicon

Anna Sólrún ! þú verður orðin bara algjör bitta með þessu áframhaldi þegar þú kemur heim :o !! uss.. haha en já gaman að fylgjast með þér :D eins og vigga sagði þá er hún að gera sitt besta í því að reyna herma eftir hlátrinum þínum til að hjálpa okkur að gleyma honum ekki ! :D hahaha gengur heldur brussulega.. en það hlítur að koma :D en hafðu það gott sæta mín =D<3 love you ;*;*

Birna Ósk =) (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 15:53

11 identicon

Gaman að fylgjast með þér Anna mín, og gott að vita að allt gengur vel hjá þér og að þú sért ánægð :-), Hafðu það gott og farðu vel með þig stelpan mín.
Kær kveðja Fanney :-)

Fanney Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband