Færsluflokkur: Bloggar
24.1.2010 | 12:29
Helgin 21-23. janúar
Föstudagur:
Mátti sofa svolítið lengur því Manni gaf. Vaknaði uppúr hálf 10 og fór niður í morgunmat um 10 leitið. Dagurinn fór svo í það að þrífa heelliing af beislum og múlum og einn hnakk, moka skít, kemba öllu liðinu og gegna svo seinni partinn. Manni og Elsa komu svo í heimsókn og Jutta og Elsa voru að plana ferð til Íslands í apríl. Voru að spurja mig hvernig væri að vera í Bláa Lóninu og ég alveg eins og fífl og sagði " Ich have kæne anung!" og þær bara :O .. áttu ekki til orð, trúðu ekki að manneskja frá Íslandi hefði aldrei farið í Bláa Lónið. Svo ákvað Manni líka að hann ætlaði að koma á næsta ári og vinna í nokkra mánuði hjá pabba gamla heima á Íslandi. Ég fann loksins út hverjum Manni líktist svona .. hann er eiginlega 50/50 blanda af Steina Guðmunds og Óla Dabb .. mjöög fyndinn kall .. alltaf að segja eitthvað fyndið þótt ég skilji ekki baun af því sem hann segir. Gerðist líka um daginn að við vorum niðrí hesthúsi og Manni var að segja einhverja sögu hugsa ég og ég hló og hló eins og vitleysingur og hinir líka .. svo spurði ein konan mig hvort ég skildi það sem hann væri að segja og ég bara heeh .. neib :$ .. frekar vandræðalegt.. og þeim fannst það mjöög fyndið. En já þegar Manni og Elsa voru farin og við búin að drekka hvítvín og freyðivín borðuðum við afar mikið steiktann og kryddaðann fisk. Hafði það svo bara notalegt það sem eftir lifði kvölds.
Laugardagur:
Vaknaði kl hálf 8 og fór og gaf. Kom heim í morgunmat og var svo í fríi til 12-hálf 1, fór þá að moka skít og kemba en get ekkert farið á bak því það er svo mikið frost og bara svell allstaðar og Þjóðverjar taka skeifurnar undan hestunum þegar það kemur snjór í staðinn fyrir að setja skaflaskeifur, efast líka um að þeir viti að þær séu til. Svo ég fór svo bara aftur heim, fékk mér epli og fór aftur og gaf. Þegar ég kom svo heim úr skíítakuldanum var einhver kall í heimsókn sem mér geðjaðist ekkert rosalega vel við. Frekar tjöbbí og með plömmer. En hann er vinur hennar Juttu og var að hjálpa okkur að færa helling af bókum og drasli úr einu herberginu því það á að fara að skipta um gólf þar skildist mér. Jutta pantaði svo pítsu sem var bara fín. Hékk svo í tölvunni og fór að sofa um 11 leitið.
Sunnudagur:
Vaknaði kl hálf 8, fór og gaf, kom heim og fékk mér bollu. Fínpússaði svo 3 hnakka á meðan Jutta fór í messu, er svo núna í fríi til hálf 4 og þá fer ég að moka skít og gefa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.1.2010 | 18:34
Afföll !
Miðvikudagur:
Mátti sofa aðeins lengur því Manni ætlaði að gefa. Var vöknuð um hálf 10, fékk mér epli og fór útí hesthús kl 11. Byrjaði að moka allan skít og fór svo á Gnífu og svo á Flögu sem var frekar paranoid og eftir nokkra hringi ákvað hún að láta sér bregða aðeins of mikið og tók punktsnúning, prjónaði og skvetti mér svo af ! Flott flott .. en ég lét ekki deigann síga og fór aftur á bak á henni. Gaf henni svo fóðurmélið sitt, setti á hana kápuna og útí girðingu með hana. Tók Ísabellu inn og lagði á hana. Þar sem hún alltof löt greyið og nennir ekki að lyfta löppunum uppúr snjónum þá vildi hún frekar detta bara og láta mig fljúga í kollhnís yfir sig ! Þá var öxlin eftir fyrra dettið farin að segja til sín svo ég byrjaði að rölta með hana inní hesthús aftur .. fór þá að finna verk í tánnum en ég lenti beint framan á þeim eftir kollhnísinn. Ég gekk frá henni og rölti heim. Fór í sturtu og lagði mig svo. Manni og Elsa komu í heimsókn og við drukkum hvítvín. Svo var matur, alveg ágætis fiskur. Hékk svo í tölvunni þangað til ég fór að sofa.
Fimmtudagur:
Frídagur ! :) .. vaknaði hálf 12 og hékk í tölvunni aallaan daginn ! Mjög sjaldan leiðst jafn mikið .. Fékk svo "mat" kl 6 .. grjón með sósu ! Hlakka rosalega til að fá að komast út í hesthús á mrg að gera eh ef axlirnar verða til friðs og nenna að leyfa mér að hreyfa sig ! ..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2010 | 21:37
18 og 19 janúar
Mánudagur:
Var vöknuð uppúr 7 og fór niður í hesthús að gefa, brjálæðisleg hálka og ég flaug á hausinn á götunni og þegar ég leit upp sá ég gamlan kall standa í eldhúsglugganum sínum hlægjandi að mér :( .. mjög vandræðalegt .. een já .. gaf og rölti svo heim í morgunmat .. fékk mér bara epli :) Hélt svo fljótlega útí hesthús aftur en fattaði ekki að þeir væru allir að éta ennþá svo ég beið og beið til hálf 11 þá gat ég farið að moka undan einhverri fylfullri meri sem heitir Shiwa að mig minni ;) Fór svo á bak á þessum 5 hestum Seið, Ljóma, Ísabellu, Gnífu og Flögu, mokaði meiri skít og fór svo heim um hálf 5 leitið. Þambaði og þambaði vatn til 6 og þá var matur .. kjöt í matinn sem var eins og að borða rjúpu .. leysist upp í kjaftinum á manni og lætur mann kúgast .. ekki eins á bragðið þó. Fór svo upp í herbergi og horfði á Sódóma Reykjavík og fór í bælið uppúr 10. Já og Eva hringdi guð hvað ég var guðslifandifegin að heyra í einhverri íslenskri rödd .. hún hefur það bara mjöög gott heyrðist mér þarna hinu megin á landinu ;) meget godt :D
Þriðjudagur:
Vaknaði korter í 8 og fór og gaf. Slapp við öll "fljúgaáhaus" atvikin þetta skiptið. Sem betur fer var ég ein í hesthúsinu þegar ég gaf því á tímabili hélt ég að húsið væri að hrynja og það væri svona svakalegur jarðskjálfti eða eitthvað álíka og hljóp út öskrandi en þá var bara allur snjórinn að detta af þakinu og svona svakaleg læti sem því fylgdi. En ég hélt áfram að gefa og fór heim í morgunmat .. borðaði eina brauðsneið og lagði mig svo í 20 mín. Þá fór ég í hesthúsið og byrjaði að moka allan skít og fór svo á bak ;) Var orðin frekar pissed off að vera alltaf ein í hesthúsinu og fannst þetta ekkert skemmtilegt lengur smá stund í dag þangað til ég kom heim og Jutta segir " ég held það sé sniðugara að þú farir svolítið seinna útí hesthús á daginn svo þú getir hitt allt fólkið sem kemur hálf 4-5 leitið og þá ertu ekki alltaf ein" og þá komst ég í mun betra skap :) Var búin frekar snemma í hesthúsinu í dag eða um 2 leitið þar sem túrverkirnir og hausverkurinn lét mig gera hlutina hraðari, eða svo vill ég meina. Hafði það bara rólegt það sem eftir lifði dags. Grjónagrautur í matinn, mér dauðbrá að sjá grjónagraut því ég hélt hann væri alíslenskur. En jæja jæja .. gat ekki borðað mikið útaf verkjum en þó eitthvað. Fór svo uppí herbergi, Darri að lýsa fyrir mér leiknum á skype þar sem ég fann hann ekki á neinni stöð í þessu húsi. Horfði á Kung Fu Panda, setti inn nokkrar myndir hérna fyrir ótæknivædda fólkið (Andrés, Halla o.fl) sem nota ekki Facebook.
Guden Nacht !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2010 | 18:10
Fyrstu dagarnir í Dauchlandi ! =)
Fimmtudagur:
Lagði af stað um 3 leitið heimanað frá og upp á flugvöll. 10 kg í yfirvikt = 14 þúsund krónur takk fyrir! obbossíí .. En flugið gekk svo bara mjög vel, gat samt ekkert sofnað. Jutta beið mín svo á flugvellinum í Frankfurt og við tókum örugglega svona 5 lestir og rútur inní Frankfurt og þá loksins komumst við í síðustu lestina sem við vorum í í ca 2 og hálfan tíma ! Komum við í hesthúsinu að skoða áður en við fórum svo í húsið þeirra sem er btw HUGES .. ! herbergið mitt er voða stórt og með sófa og setustofu og alles :D haha .. afgangurinn af deginum fór svo í það að taka upp úr töskunum. Fór svo að sofa um 10 leitið á þýskum tíma eftir að hafa verið vakandi í 36 klst ! met !
Föstudagur:
Vaknaði uppúr 9, fékk mér smá að borða og svo í hesthúsið. Prófaði einn hest, Seið, sem Jutta á, ekkert rosalega hraðskreiður sá frekar en hinir, en voða stilltur og góður. Fórum í bíltúr með Manna og Elsu í þorp sem er hérna nálægt að sækja einhverja fylfulla meri. Manni og Elsa eru ótrúlega fyndin þótt ég skilji ekkert hvað þau segja, þau tala ekki eitt stakt orð í ensku en kunna að segja skál á íslensku ! ;) Þegar við komum aftur í hesthúsið gaf Manni okkur snafs og þau skáluðu fyrir mér og buðu mig velkomna :) Fórum svo heim, ég hitti Wiebke og vinkonur hennar komu í heimsókn og við drukkum freyðivín.
Laugardagur: (Birna's birthday :D <3)
Vaknaði kl 7 og fór að gefa með Juttu. Komum svo til baka og fengum okkur morgunmat. Svo fór ég með Wiebke í eitthvað annað þorp hérna nálægt og þær voru að skoða einhverja sjoppu sem mér skildist að þær ætluðu að leigja til að selja hestana í. Ekki alveg viss samt. Fórum svo beint í hesthúsið og ég prufaði 4 nýja hesta og fór aftur á Seið í lokin. Mokaði helling af skít og gaf. Svo voru nokkrar kellur þarna um daginn sem buðu mér kampavínsglas og ég hef komist að því að Daucharar skilja ekki nei. Svo ég drakk. Um kvöldið var mér svo aftur gefið kampavín og ekki bara eitt glas .. aðeins fleiri. Fórum svo heim, borðuðum hvíta pulsu með rauðkáli (já mamma ég borðaði rauðkál) og forsoðnum kartöflum ! girnó .. Kæró hennar Wiebke kom svo að lagaði netið í tölvunni minni og ég komst FINALY á facebook ! :D .. átti gott spjall við mömmu sætu og fl og fór svo að sofa.
Sunnudagur: (Eva komin til Þýskalands :D)
Mátti sofa út í dag því það er heilagur dagur. En ég var vöknuð um 10 leitið og fékk mér þá hart brauð með klígjugjörnusmjöri þar sem ég fann ekkert girnilegra ! ;) Fór svo og tók kápurnar af hestunum og hengdi þær upp. Labbaði svo heim fékk mér epli og fór aftur niðureftir og fór á Seið og Ljóma. Wiebke kom svo seinna þegar ég var búin að moka allan skít sem ég fann þar sem mér leiddist að biða eftir henni. Fór svo á Gnífu og man ekki hvað hin heitir .. Mér var líka enn og aftur gefið freyðivín í hesthúsinu og smá snafs. Fór svo heim og borðaði kjöt sem var skrýtið og Jutta gaf mér nýjann síma og þýskt kort. Svo hugsa ég að sturta og snemma í háttinn sé málið í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)