5.3.2010 | 21:05
1-5.mars
Mánudagur:
Gaf, borðaði morgunmat og fór svo með Juttu til Beber og fórum að keyra einhverja hesta með Manna í annað hólf. Komum heim um 12-1 leitið og fórum svo í hesthúsið um hálf2-2. Þá tók við skítmokstur, u.þ.b. 40 cm lag af blautum skít með fullt af heyi í, very nice. Mokuðum eins og brjálæðingar í sólinni til 5. Gáfum þá og fórum hjem. Borðuðum tjúttling og fór snemma að sofa.
Þriðjudagur:
Vaknaði mig ógeðslegar harðsperrur í öllum líkamanum eftir skítmoksturinn, í vöðvum sem ég vissi ekki einu sinni að væru í líkamanum, og fullt af blöðum á puttunum og inn í lófunum. Gaf kl 8, át morgunmat, lagði mig svo í klukkutíma. Skellti mér á bak á Velti og DJÖFULL var hann góður ! Klárlega besti reiðtúr í Þýskalandi so far. Held hann hafi líka verið dálítið flottur hjá mér, skellti hlýfum á hann og hann var djöfulli reistur og stæltur. Mjög sátt. Manni og Jutta komu svo og við fórum að moka meiri blautum þungum skít. Kláruðum um hálf 5, vötnuðum, gáfum og fórum heim. Man ekkert hvað við borðuðum né hvað ég gerði það sem eftir lifði kvöld annað en að ég fékk bréf frá Viðari um að ég fengi vinnuna á Hólmavík í haust sem píanókennari. Ótrúlega ánægð með það þar sem ég held að það sé góð reynsla fyrir mig og þá get ég kannski ákveðið loksins hvort þetta sé eitthvað sem mér langi að gera meira af eða hvort ég eigi að snúa mér að öðru en börnum og píanói, og svo sofnaði brosandi.
Miðvikudagur:
Kl 10 fór ég í hesthúsið og þreif allar stíurnar inni, kemdi Ísabellu, Velti, Flögu og Lykli sem ég, Manni og Elsa keyrðum svo eitthvert suður á bóginn til Biöncu sem ætlar að reyna að selja þá. Vorum á keyrslu í 7 klst og mér sem finnst mjög margt annað skemmtilegra en að sitja í bíl skemmti mér bara nokkuð vel. Gerðist margt fyndið og ég komst endanlega að því að Manni er þýska og karlmanns útgáfan af sjálfri mér eiginlega. T.d. með því að byrja að flauta á fólk og vinka á fullu án þess að þekkja fólkið, hlægja af gömlu fólki með sólgleraugu í engri sól og með krippu labbandi út á götu með göngugrind, tala voða hátt, hlægja enn hærra, ropa voða mikið og kunna ekki að vera fín eru mjög góð dæmi um hversu lík við erum á suman hátt. En ferðin gekk mjög vel, mikið hlegið og mikið gaman. Komum í hesthúsið um 6 leitið, gáfum þá og fór svo heim með Juttu. Fékk grjónagraut með hindberjum útá í kvöldmat. Hringdi í fyrsta sinn í fjölskylduna mína síðan ég kom hingað um kvöldið þar sem elskulegur litli bróðir minn átti afmæli. Hvorki mamma né Darri þekktu mig strax, mjög skrýtið en ég hló nú bara að því. Ótrúlega gaman að heyra í þeim þótt það hafi verið mjög stutt þar sem það kostar svo ótrúlega mikið og ég var að hringja úr heimasímanum hérna og Jutta stóð yfir mér allan tímann, en held það hafi nú ekki verið svo ég myndi tala styttra heldur er hún bara svo skrýtin oft á tíðum en alltaf voða yndisleg við mig. :) Fór svo í rúmið um 10 leitið og horfði á mynd.
Fimmtudagur:
Gaf, borðaði, lagði mig í hálftíma og gerði mig svo til í hesthúsið þar sem Jutta ætlaði á bak kl 11 og ég átti að halda í hestinn fyrir hana á meðan þar sem hún var ekki viss um að komast alveg í fyrstu tilraun og trúlega ekki annarri heldur þar sem það var svo langt síðan hún fór seinast á bak, en ég beið og beið og um hálf 1 var hún ekki enn farin að láta sjá sig svo ég fór niður í hesthús og á bak. Jutta kom svo um 3 leitið en þá hafði hún þurft að gera svo margt á skrifstofunni og ekki verið með gemsann frekar en vanalega. En hún skellti sér svo á bak með mér. Mokaði svo stíurnar og gaf. Fékk steiktar kartöflur með lauk, steikta sveppi og papriku í kvöldmat. Plokkaði og litaði, fór í sturtu og að sofa.
Föstudagur:
Vaknaði kl 9, tók mig til og fór svo með lestinni til Hannover. Kláraði allar 5 hæðirnar af H&M og sjoppaði fullt af dóti, bæði fyrir mig og aðra. Rölti svo yfir í mollið, borðaði pizzu þar og skoðaði svolítið og fór heim um 3 leitið með fulla poka af dóti. Frekar spes lestarferð á leiðinni heim, sat kona á móti mér ca 25 ára? og var s.s. að hlusta á ipodinn sinn þegar hún byrjaði allt í einu að tárast á fullu og nánast farin að gráta og horfði alltaf á mig og ég segi svona er ekki allt í lagi ? og þá fór hún að segja mér að kærastinn hafi hætt með henni og hún hafi verið að hlusta á "lagið þeirra" og svo reyndi hún að lýsa öllu sambandinu fyrir mér en ég skildi voðalega lítið þar sem hún talaði ekki mjög góða ensku og með svakalegum þýskum hreim. Var svo voðalega fegin þegar ég sá að ég þyrfti að fara þótt það sé leiðinlegt að segja það en það er bara sannleikur. Jutta beið mín svo á lestarstöðinni og keyrði mig heim og hún fór einhvert að óska einhverjum til hamingju með afmælið. Tók því svo bara rólega það sem eftir var af deginum. Jutta fór í kirkjuna um kvöldið, þar var einhver samkoma fyrir konur, meiru náði ég ekki um þennan atburð þar sem Jutta kunni ekki að lýsa því á ensku. Heyrði aðeins í Evu minni sem fór í fyrsta sinn ein í lest í dag, var svo fegin að heyra að ég væri ekki eini aulinn sem kunni ekkert á þetta lestardót.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.2.2010 | 17:51
25-28 febrúar
Fimmtudagur:
Gaf um morguninn, át og lagði mig svo alltof lengi. Fór ekkert á bak, svo ég mokaði skít til 4-5 og gaf þá. Drukkum kampavín í hesthúsinu og fengum köku. Fórum svo heim, borðuðum kjöt og litaði svo augabrúnirnar, fór í sturtu og eitthvað dúttlerí fram eftir kvöldi.
Föstudagur:
Jutta keyrði mig á lestarstöðina um 9 leitið. Fór þá EIN og kaupti miða og allt það. Var svo komin til Hannover um 10 leitið. Þræddi þar allar mögulegar búðir NEMA stóru H&M búðina .. mér fannst tilhugsunin um að vera búin með hana ekki nógu freistandi svo ég ákvað að bíða með hana og fara seinast í hana. Fór í stóra mollið þar sem var önnur H&M búð og stóðst ekki mátið og fór þangað. Kaupti svo helling af öðru dóti og pokarnir orðnir svo þungir að ég tók bara fyrstu lest heim og fór EKKI í H&M.. En það er þá bara fínt að eiga hana ennþá eftir, eða allaveganna mestalla þar sem ég náði forsmekknum af henni á miðvikud. Held ég hafi sest á einhvern vitlausann stað í lestinni, allaveganna var bara eitthvað voða snobb lið þarna inni, allir í jakkafötum með dagblað og sögðu ekki orð.. og vá svipurinn þegar ég hringdi í Juttu og sagði að ég væri að koma .. leið eins og það væri bannað að tala þarna inni .. sá svo reyndar skilti þegar ég fór út að það væri bannað að hafa tala og vera með læti þarna inni .. heh.. þegar ég var komin á rétta stöð var ég ekki alveg að fatta það fyrr en ca 10 sek áður en lestin fór aftur af stað og hljóp eins og fáviti að hurðinni og hjakkaðist á takkanum að opna hurðina, ekki lítið stressuð með að enda í Rússlandi eða eitthvað álíka! Ég komst þó út og sá Juttu einmitt renna í hlaðið þegar ég kom út á gangstéttina. Fór heim og var svo ákaflega róleg það sem eftir lifði dags og fór EKKI í hesthúsið í fyrsta sinn í 3-4 vikur ! :)
Laugardagur:
Gaf, borðaði og lagði mig svo aðeins aftur þar sem ég var ekki alveg tilbúin fyrir daginn. Fór í hesthúsið um 1-2 leitið og fór á bak þar sem nánast allur snjórinn var farinn, og þess má geta að undir öllum þessum ísaldarsnjó var GRÆNT GRAS !! hvernig er það eiginlega hægt ? Fór á 3 hesta, mokaði skít, gaf og svo kom Wiebke og fór á einn og ég þreyf allan skítinn á vellinum. Gekk svo frá hestinum hennar og við fórum hjem. Beint í sturtu og gerði mig reddý og svo fórum við í fimmtugsafmæli hjá Elsu. Mjög góður matur og mjög gaman, endalaust dælt í manni víni og allir meget gladt. Dansaði eins og vitleysingur og svo var rosa krúttlegt á miðnætti kveiktu allir á stjörnuljósi og sungu fyrir Martinu þar sem hún átti afmæli á miðnætti. Fórum svo heim um hálf 1 leitið eftir mörg skemmtileg móment og æðislegt kvöld í heild sinni. Fór svo að sofa en sofnaði ekki fyrr en um 4 leitið.
Sunnudagur:
Ræs hálf 8 og út í hesthús að gefa, kom inn og beint í sturtu og fórum svo í morgunmatsafmæli hjá Martinu. Aldeilis ágætt þar fyrir utan þegar það var hálfpartinn pínt ofan í mig kampavíni kl hálf 11 að morgni, ekki alveg að fýla það. Kom svo heim og spjallaði við ma og Darra og fór í hesthúsið um 3 leitið. Gerði öll skítverkin, gaffla&skófludansaði við Manna og honum finnst ennþá svo merkilegt að stelpa með svona stórann rass komist í splitt og nýtir því hvert tækifæri sem honum gefst í að kippa í löppina á mér og tosa hana uppí loftið.. var aðeins of ákafur í eitt skiptið í dag þar sem ég endaði flatbaka í drullunni og hann flatmaga á grasinu af hlátri. Juttu fannst þetta alveg takmarkað fyndið og labbaði í burtu þegar við enduðum svo í feiknar ropukeppni. Gaf svo og við fórum heim. Borðuðum einhverskonar pítsu í kvöldmat. Ætla svo snemma að sofa þar sem augnlokin segja mér að það sé eitthvað spennandi á þeim sem ég þurfi að skoða.
119/162 =)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2010 | 20:39
21-24 febrúar
Laugardagur:
Held að það hafi lítið gerst merkilegt þennan daginn ;)
Sunnudagur:
Jááá .. datt einu sinni enn af baki .. hvað er að mér ? Vön að detta svona einu sinni í mesta lagi af á ári og núna er þetta fimmta skiptið á rúmum mánuði .. Alveg pottþétt bara hestarnir hérna ;) Allaveganna að þá var þetta ótrúlega pirrandi dagur svo mikið að ég var eldrauð í framan og titraði .. förum ekkert nánar útí það .. Drukkum freyðivín í hesthúsinu og liðið planaði heimsókn sína til Íslands ;)
Mánudagur:
Gaf, lagði mig, fór svo í hesthúsið og mokaði skít í 3-4 klst ooog hjálpaði svo Manna að vatna og gerði allt hitt .. Manni lúði kaffærði mér því ég setti smá snjó inná bakið á honum ..skildi ekkert í honum að þurfa að hefna sín fyrir það .. ;) Fór svo heim og borðuðum stafasúpu án stafa .. skeljapasta í staðinn ;) Spjallaði svo m.a. við Höska um kvöldið, hann sagði mér frá karlakórsferðinni og vá hvað ég er stolt af honum bróður mínum að syngja einsöng með þeim og vera kallaður upp ! :) Fór að sofa um 2 leitið ..
Þriðjudagur:
Gaf, borðaði morgunmat og svaf svo til 2 .. hehö .. fór þá í hesthúsið og mokaði skít, vatnaði með Manna og gaf .. Fékk bæjonskinku í kvöldmat sem var búið að baka innan í svona vínarbrauðsdegi.. mjög gott :) Fór í sturtu, plokkaði mig, las smá og horfði á mynd.
Miðvikudagur:
Vaknaði um 8 leitið, gerði mig reddý og fór svo með Juttu á lestarstöðina og fórum svo til Hannover. Mættum þar um 10 leitið og það fyrsta sem blasti við mér þegar ég gekk út af lestarstöðinni var H&M merki ! .. Hoppaði af kæti og gekk rakleiðis þangað .. Þvílík dýrð.. en þar sem Juttu finnst ekkert voðalega gaman að versla að þá var ég þar bara í hálftíma .. rétt náði að byrja á fyrstu hæðinni .. og bara fjórar eftir. Vorum búnnar að ákveða að hittast fyrir utan H&M á ákveðnum tíma og þegar ég var þar að bíða eftir Juttu sá ég svertingja labba fram hjá mér sem STARÐI á mig .. frekar fyndið að fylgjast með honum þar sem hann labbaði fimm sinnum fram og til baka fram hjá mér áður en hann þorði að tala við mig .. En það gerðist svo á endanum og honum fannst stórmerkilegt hvaðan ég væri .. Passaði mig samt að segja ekki of mikið og sagðist vera að vinna í Hamborg. Fannst hann svo frekar óþæginlegur svo ég ákvað að stinga af. Fann Juttu inní einhverri bókabúð þar sem hún var búin að kaupa allar bækur sem hún fann um Ísland. Röltum svo um og enduðum í risastóru molli þar sem var önnur H&M búð .. ég þangað! Borðuðum svo viðbjóðslegan spænskan mat, grjón með skelfiski, heilum rækjum, kröbbum og einhverju jukki í .. og ógeðsleg fiskilykt af þessu. Borðaði svona 3 bita og ákvað svo að skilja restina eftir, var voða fegin þegar Juttu fannst þetta viðbjóður líka. Hún gaf mér svo ís ! =) Röltum á lestarstöðina aftur og fórum hjem. Fór svo fljótlega í hesthúsið og gerði allt þar ein í þetta skiptið. Kom svo heim um 5 leitið. Snakkede med Vigdís og vorum voða fyndnar að þýða brandara yfir á þýsku, endaði með því að ég skrifaði hor/augabrandarann upp á þýsku og fór svo með Juttu til Elsu og Manna þar sem Elsa á afmæli og er fimmtug í dag :) Sýndi Manna þetta og honum fannst hann EKKI fyndinn heldur ógeðslegur og sagði að íslendingar hefðu ógeðslegan húmor (útskýrði fyrir honum að við Vigdís værum báðar rauðhærðar og það spilaði svolítið inn í okkar húmor). Drukkum smá kampavín og komum heim um 9 leitið. Borðaði brauðsneið þar sem þessir 3 bitar af viðbjóðnum var það eina sem ég var búin að éta yfir daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2010 | 09:55
Miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur
Miðvikudagur:
Svaf út :) Fór í hesthúsið um 2 leitið, skellti mér á bak á Velti og ætlaði svo á Gnýfar en það entist í 10 sek þangað til ég datt af baki .. Hann ákvað að byrja að snúa sér í fullt af hringjum þegar ég var hálf komin á bak og snéri svo allt í einu um átt með þeim afleiðingum að ég datt ofan á einhvern ísklump og skall með hausinn í jörðina .. Fór ekki aftur á bak þar sem ég var að drepast í hausnum, bakinu og rassgatinu. Gekk því frá honum og hleypti hestunum uppá melinn. Gerði svo allt hitt með Juttu, Manna og Elsu þegar þau komu. Þau drukku svo freyðivín en ég afþakkaði pent þar sem ég var eiginlega ennþá að jafna mig eftir afmælið hans Manna. Fórum svo heim, borðuðum kartöflusúpu fór í sturtu, litaði augabrúnirnar og var svo bara róleg.
Fimmtudagur:
Mjög vont að standa upp úr rúminu þennan morguninn .. Jutta neitaði að hleypa mér í hesthúsið og fór því fyrir mig og gaf. Borðuðum svo morgunmat og ég lagði mig aftur eftir 2 íbúfen. Fór í hesthúsið um 4 leitið og kláraði það af. Borðuðum ristað brauð í kvöldmatinn, fór í sturtu, plokkaði og hékk svo í tölvunni.
Föstudagur/frídagur:
Vaknaði almennilega um hálf 1 leitið eftir að hafa hlupið nokkrum sinnum fram að öskra á hundana að halta kjafti .. mjög vandræðalegt í eitt skiptið þar sem Jutta var víst nýkomin inn og bara jahá .. þú ert aldeilis morgunglöð í dag Anna mín .. og ég bara heehh .. og fór aftur inní herbergi. Dundaði mér eitthvað til 4 og fór þá í hesthúsið. Afþakkaði að fara með Juttu í matarboð að borða lifandi skelfisk. Borðaði því eitthvað Baquette sem var alveg ágætt. Wiebke kom um 8 leitið, spjallaði við hana og fór svo uppí herbergi þegar hún fór. Horfði á mynd og fór að sofa.
Vona þið hafið það öll voða gott heima á klakanum =)
Chá :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2010 | 17:08
12-16. Feb ! =)
Föstudagur:
Frídagur! .. svaf til ca 11 og gat þá ómögulega sofið meira svo ég skellti mér í sturtu, blásaði og slétti hárið og málaði mig þar sem ég hafði EKKERT að gera. Þegar ég var búin að skoða allt skoðanlegt á netinu þá ákvað ég að drífa mig bara í hesthúsið. Manni var frekar hissa á að sjá mig og sagði að ég væri geðveik að nota frídaginn minn í hesthúsinu .. þar sem ég er alla aðra daga ! En jæja, Jutta bauð Manna og Elsu í mat og við borðuðum hakk og pasta, drukkum svolítið hvítvín og svo fór ég fljótlega að sofa.
Laugardagur:
Gaf, borðaði eina brauðsneið með sultu og var svo komin uppí rúm reddý til að taka morgunlúrinn og var alveg að sofna þegar Jutta kallaði á mig. Fór niður og þá voru einhverjir hestar sloppnir út. Við fórum því til Manna, tókum Elsu með okkur og smöluðum þeim inn aftur. Fórum svo aftur heim í Niengstedt að ná í girðingadót og svo fórum við Manni og gerðum nýja girðingu í kringum þá. Svo ótrúlega gaman að vera þarna með Manna, þótt ég skilji voða lítið sem hann er að babbla að þá hlæ ég samt alltaf að honum þar sem hann gerir svo fyndna svipi og hlær mjöög fyndið. Væri sko pottþétt skotin í honum ef hann væri ca 30 árum yngri og konulaus. En hvað um það .. Fórum svo heim og ég dundaði mér í 2 tíma og fór þá í hesthúsið og gerði allt þar. Fór svo heim með Juttu og við borðuðum. Settumst svo fyrir framan tv og drukkum freyðivín eins og við ættum lífið að leysa/leisa? Fór svo upp og heyrði í Evu, fór í sturtu og í rúmið. Mjög góður dagur.
Sunnudagur:
Gaf, borðaði og lagði mig svo í klukkutíma. Fór í hesthúsið og skellti mér á 7 stk hesta þar sem það var kominn hellingur af snjó yfir allan klakann, mokaði skít og gaf. Fórum svo heim, skellti mér í sturtu og gerði mig ready og svo fórum við með Manna og Elsu út að borða. Gerðist margt skondið í þessari skemmtilegu ferð. M.a. fórum við Manni í smá ropukeppni inná veitingastaðnum á Valentínusardegi í þokkabót.. fullt af pörum útað borða voða rómó .. Jutta og Elsa fóru á annað borð því þær skömmuðust sín svo en komu svo aftur þegar við lofuðum að hætta. Fékk grísasnitzel að borða, mjög gott. Á leiðinni heim var ég ekki alveg búin að útkljá þetta með Manna svo ég sleikti puttann og stakk honum uppí eyrað á honum.. hann varð alveg eins og lítið smástelpa og öskraði OOJJJJJ ANNA !! og stoppaði bílinn, fór út og dró mig út líka og fór svo að kasta helling af snjó í mig, oog þarna vorum við úti í ca korter í snjókasti. Fórum svo heim og beint að sofa.
Mánudagur:
Vaknaði um hálf 7 og át með Juttu, fór svo í hesthúsið og gaf og beið eftir köllunum sem voru að koma að járna. Þeir járnuðu 5 stykki með SKAFLASKEIFUM !! þær voru uppgötvaðar loksins ! Fór svo heim um 12 leitið eftir að hafa húkt þarna á hettupeysunni í tíu stiga frosti að bíða eftir að þeir kláruðu þetta. Fékk mér epli og fór svo fljótlega aftur í hesthúsið og tók "skeifnasprett" á 4. Kláraði svo allt ein þennan daginn þar sem Jutta var á skrifstofunni og Elsa og Manni að undirbúa afmælið hans Manna. Ég fór svo heim, gerði mig sæta og beið eftir Juttu. Um 7 leitið fórum við svo til Manna. Þar var hellingur af fólki. Afþakkaði alla drykki fyrsta klukkutímann þangað til afþökkun var ekki tekin gild lengur og Elsa helti freyðivíni í glas fyrir mig og hellt í mig nokkrum skotum. Freyðivínsglasið kláraðist bara einu sinni í lok kvöldins þar sem um leið og ég tók einn sopa var einhver kauði í því að bæta þann sopa alltaf upp í glasinu. Endaði allt saman með nokkrum æluferðum á klósettið hérna heima.
Þriðjudagur:
Efiður dagur! .. Vaknaði hálf 8 og gaf og borðaði svo epli. Reyndi að leggja mig en gat ekki sofnað vegna hausverks og flökurleika .. hét sjálfri mér því að drekka ALDREI aftur .. en ég er nú þegar hætt við það þar sem það var verið að bjóða mér í afmæli þarnæstu helgi og það er LANDSMÓT í sumar! En já druslaðist í hesthúsið um 2 leitið og fór á Velti. Mér hefur sjaldan liðið jafn ömurlega á hestbaki svo ég hafði reiðtúrinn í styttri kantinum og lónseraði hann svo bara í rúman hálftíma .. aðeins skárra að snúast í endalausa hringi heldur en að hossast. Hleypti svo einu hólfi uppá melinn, vatnaði með Juttu, Basta, óléttugellunniseméggetekkimunaðhvaðheitir og Manna, hreinsaði stíurnar með Manna og gaf. Fórum heim, borðuðum ristað brauð í kvöldmatinn þar við höfðum hvorugar lyst á neinu öðru. Þótt að líðan hafi verið ömurleg í dag að þá var veðrið GEÐVEIKT, sól, logn og bara -1° :)
Tschüß & skál ;*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.2.2010 | 18:17
5-9 febrúar
Roosalega er tíminn fljótur að líða .. er strax búin að vera næstum mánuð hérna.
Síðustu dagar voru bara nokkuð góðir. Fékk ekki frí á föstudaginn þar sem það var svo mikið að gera hjá Juttu á skrifstofunni að ganga frá öllu og það kom fólk að skoða Ásdísi og það var ekki búið að hreyfa hana í marga mánuði, svo ég fór í það á föstudaginn eftir að hafa sofið út og hjálpaði svo Manna seinnipartinn.
Á laugardeginum gaf ég og var svo í hesthúsinu mest allan daginn. Fór á nokkra hesta og svo kom Wiebke og sýndi fólkinu Ásdísi, hún er pollróleg meri eiginlega bara svona barnahestur, og gellan sem var að skoða hann hefur greinilega ekki oft sest á bak hvað þá farið á námskeið þar sem lappirnar á henni stóðu útí loftið og taumarnir laflausir .. svo þótti henni voða skrýtið að hún hlypi bara og þorði ekki meir og fór af baki, spurði svo hvort hún mætti prófa annan hest og Wiebke sagði henni að fara á nokkur námskeið og koma svo aftur. Jutta kom svo í hesthúsið og Manni og við kláruðum allt og um kvöldið fórum við Jutta og vinur hennar út að borða. Þessi vinur hennar minnir mig rosalega á Eyjólf í Þingnesi .. held ég þurfi ekki að lýsa honum betur. Ég fékk mér lambakótilettur og kunni þá strax að meta íslensku lömbin mun betur. Jutta og vinurinn fengu sér fisk .. var næstum búin að öskra þegar gellan kom með matinn þeirra þar sem það var bara heill fiskur í öllu sínu veldi með gnístandi tennur og augun galopin á disknum ! Og þetta borðuðu þau með bestu lyst. Leið frekar illa að borða þarna þar sem fiskurinn hennar Juttu sneri með hausinn að mér og mér þótti frekar óþæginlegt að hafa hann þarna starandi á mig borða ! Vinurinn kroppaði líka augun úr og át þau ! En þetta tók nú allt enda og vinurinn keyrði okkur heim þar sem Jutta var orðin frekar kend. Fór svo fljótlega að sofa eftir að hafa farið út að labba með dogsana.
Á sunnudagsmorgninum vaknaði ég og gaf og tók allar kápurnar af hestunum. Fór svo heim og lagði mig aftur. Fór í hesthúsið um 2 leitið og dundaði mér þar með helling af fólki sem ég hef aldrei séð áður. Wiebke kom og eitthvað par sem var að sækja Aris og Vála því þau ætla að reyna að selja þá fyrir Wiebke. Manni var í prakkarastuðinu þennan daginn og var alltaf að skvetta á mig vatni, kasta í mig snjó og henda yfir mig heyi. Marie gaf okkur svo freyðivín með appelsínusafa útí, því hún átti afmæli nokkrum dögum fyrr. Fórum svo heim og átum.
Gaf á mánudagsmorguninn, og gerði svo ekkert allan daginn þangað til hálf 4, fór þá í hesthúsið. Borðuðum svona kjöt með osti og skinku innaní.. hvað heitir það aftur ? .. Allaveganna var það mjög gott og fullt af salati og kartöflum með. Hædí vinkona Juttu kom í heimsókn og við drukkum rauðvín.
Í morgun gaf ég, borðaði morgunmat og lagði mig svo í klukkutíma eða svo .. Fór niður í hesthús og hleypti einu hólfi út á melinn, kom heim og henti hundunum út og raðaði helling af hestadrasli niðrí kjallara .. Síminn hringdi og hringdi örugglega í svona 10 mínútur stanslaust og ég kunni ekki við það að svara þar sem það eru ekki svo margir sem tala ensku hér í landi. En svo tók ég hundana inn og þá var dinglað .. og ég bara hmm okey og fór til dyra, þá var þar brjáluð kelling sem ætlaði að hringja á lögguna og láta skjóta þessa hunda þar sem það var ekki svefnfriður fyrir þeim. Ég spurði hana þá hvaða fólk væri sofandi á þessum tíma dags og það væru flestir í vinnu og eitthvað. Hún var eldrauð í framan og titraði af reiði og fór. Sagði svo oft að hún ætlaði að hringja á lögguna og að hún væri búin að því .. allt til skiptis. Ég varð skíthrædd, ein heima og hringdi í Wiebke þar sem ég vissi ekki nr hjá Juttu og vissi að hún væri voða sjaldan með símann sinn. Wiebke var bara voða kammó yfir þessu og sagði að hún gerði þetta nánast annan hvern dag og ég ætti ekki að hafa neinar áhyggjur því löggan kæmi voðalega sjaldan þar sem þeir nenna ekki að hlusta á þessa kellingu því hún vælir fyrir öllu. Jutta kom samt heim til öryggis þegar Wiebke náði í hana, en fór svo aftur hálftíma seinna. Þreif herbergið mitt á meðan Jutta var ennþá hérna, skipti um á rúminu og svona og þegar Jutta fór ákvað ég að fara þá bara niður í hesthús svo ég myndi pottþétt ekki lenda í löggunni. Var farin að ímynda mér að það ætti að henda mér úr landi og sitthvað fleira .. en ég náttúrulega langt frá því að vera heilbrigð. Í hesthúsinu skipti ég um hólf, þeas setti hestana sem voru útá melnum inn og hleypti öðrum út. Mokaði frosinn skít, braut vatnið þeirra, fór með "stroh" til þeirra, kemdi liðinu og þá komu Jutta, Manni og Elsa, skiptum einu sinni enn um hólf og settum síðasta hólfið út. Biðum svo eftir merunum sem voru á melnum þangað til þær voru búnar að hlaupa og skvetta úr sér öllum krafti, settum þær svo inn og gáfum. Fórum svo heim og borðuðum grjónagraut. Sýndi Juttu myndir úr tölvunni.. m.a. frá áramótunum og hún var alveg gáttuð yfir því hversu mikið við gætum drukkið. Þótti voðalega gaman að sjá hvernig allt væri gert á Íslandi.
Hvað um það, hafið það sem allra best þið þarna heima á klakanum,
tschüß =)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.2.2010 | 10:26
1.-4. febrúar
Vikan var voðalega fljót að líða. Dagarnir fóru í hesthúsið. Komst á bak í 3 daga og þá var gamanið búið, fór að rigna í allann snjóinn svo það myndaðist klaki yfir öllu og ekki hægt að ríða meira.
Ekki margt búið að gerast, frekjulega "haa?" ið mitt komst reyndar óvart út úr trantinum á mér í vikunni og það þótti Manna ákaflega fyndið og þegar einhver var að tala við hann þá sagði hann "haaa?" með frekjustylenum mínum ! mjög fyndið samt sem áður. Fórum líka í ropukeppni og snjókast. Þessi maður er hreinn og beinn snillingur, tala nú ekki þegar hann fer að segja "sjæsen", þá er afskaplega erfitt að halda niður í sér hlátrinum.
Eva hringdi á fimmtudaginn (gær) .. og sagði mér mjög fyndna hluti .. en þeim verður ekki upplýst hér. Hún spjarar sig bara mjög vel þarna heyrðist mér. =)
Elskulegur faðir minn átti líka afmæli á þriðjudaginn =) .. 52 ára polli :)
Gaman að segja frá því að á aðfaranótt miðvikudags vaknaði ég um hálf 4 leitið sitjandi á gólfinu í splitti og öll ljós kveikt og ég að babbla eitthvað á þýsku. Vissi ekki hvaðan veðrið af mér stóð og fór aftur uppí rúm að sofa. Þegar ég vaknaði um morguninn fann ég svo að það var kannski aðeins of langt síðan ég hef runnið mér niður í splitt síðast þar sem ég var að drepast í innanverðum lærunum allann daginn.
Komið gott í bili..
Tjuus
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.1.2010 | 19:25
Helgin 29.-31 jan =)
Föstudagur:
Lítið að segja frá, lá í leti aallaan daginn ! .. Manni, Elsa og Basti komu í heimsókn um kvöldið og þau drukku og drukku .. og jáá .. segi ekki meir. Við Basti fórum út í göngutúr með hundana ! Og svo var farið snemma í háttinn.
Laugardagur:
Gaf kl 8, fór heim í morgunmat, lagði mig smá og fór útí hesthús um 12 leitið. Prufaði að fara á bak á Seiði en það var of mikill klaki ennþá svo hann rann bara útum allt og náði engu jafnvægi, svo ég mokaði bara allan skít sem ég fann og fór heim. Klukkan hálf 4 fórum við Jutta aftur í hesthúsið og gáfum. Svo fór hún í afmæli þegar hún var búin að elda handa mér :D .. Hafði það bara náðugt það sem eftir lifði kvölds.
Sunnudagur:
Gaf kl 8, fékk mér ristað brauð og lagði mig svo =) .. Fór með hundana út um 12 leitið og var svo róleg til hálf 4 .. Fórum þá í hesthúsið að stússast .. Fór á bak á Flögu .. ( gaman að segja frá því að ég var búin að taka vitlausa meri fyrst og leggja á hana,sömu meri og ég fór á síðast þegar ég datt af baki. Flaga er s.s. mjög kammó meri og ekkert vesen á henni en þessi var mjöög paranoid og mjög stressuð gella svo ég var farin að efast um að þetta væri Flaga, ákvað samt að spurja Juttu áður en ég skilaði henni .. Þá var þetta einhver 4 vetra meri sem var búin að fara í 4 vikna frumtamningu og ekki meir og fylfull í þokkabót .. floottt hjá mér ! svo ég tók af henni og sleppti henni útí hólfið sitt.) Reiðfærið var miklu betra í dag þar sem snjórinn var búinn að þéttast mikið meira ofaná klakanum svo það var allt í lagi að fara nokkra hringi. Kláruðum svo að gefa og stússast og fórum svo heim. Ég fór út að labba með hundana og Jutta fór að moka snjó útí garði hjá sánunni þar sem hún og vinur hennar voru að fara þangað. Hún eldaði svo fisk .. alveg mjög góðann bara !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2010 | 21:29
27 & 28 janúar 2010 =)
Miðvikudagur 27.jan =
Jutta vakti mig kl hálf 9 og bað mig að hjálpa Manna niðrí hesthúsi því allir hestarnir voru sloppnir út. Átti s.s. að fá að sofa svolítið lengur því Manni gefur á miðvikudögum. En ég fór niðreftir og þá var Manni búinn að koma þeim öllum inn svo ég fór bara í það að þrífa upp allan skítinn eftir þá hér og þar. Jutta kom svo og við gerðum nýja girðingu í kringum þá þar sem þeir rifu hina alla niður og slitu. Hleyptum svo nokkrum uppá melinn og þrifum skítinn þeirra á meðan. Fór svo heim um 2 leitið og fékk kartöflusúpu. Dundaði mér svo eitthvað til 3 og fór þá í hesthúsið að gera kvöldverkin (moka skít, vatna og gefa). Við Jutta fórum svo í bíltúr og ætluðum að fara með flöskur eitthvert en það var lokað svo við fórum aftur heim og borðuðum fisk. Fór svo frekar snemma að sofa með hausverk og flökurleika en Jutta fór til vinkonu sinnar í freyðivínspartý ! ;) hehh .. ég afþakkaði pent.
Fimmtudagur 28.jan =
Hundarnir vöktu mig um hálf 7 leitið og fór svo í hesthúsið kl 8. Kom heim í morgunmat og það var komið eitthvað vooðalega spes fólk að skipta um gólf í hundaherberginu. Gæti best trúað því að þau hafi aðeins verið að fá sér í nös undanfarin ár. En allaveganna þá var ég voða lítið að gera í allan dag. Fór í hesthúsið um 2-3 leitið og mokaði skít, vatnaði, gaf og sitthvað fl. Kom svo heim og fór fljótlega aftur með Juttu í hesthúsið því Manni og Elsa voru að koma með nýja hesta frá Íslandi. Komum þeim fyrir og fórum heim. Fór út í göngutúr með hundana, kom svo heim og fékk pitsu í matinn. Hélt að það myndi kvikna í kjaftinum á mér eftir hana .. roosa sterk! Hoppaði svo í sturtu og ætla að spjalla svolítið í kvöld og sofa út á mrg þar sem það er frídagur ! :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2010 | 20:32
25 & 26 jan
Sunnudagskvöld:
Fór í hesthúsið aftur um hálf 4. Mokaði skít og gaf oog svo gaf Manni okkur rauðvín sem var hitað í hraðsuðuketil .. sjóðandi heitt .. og bara alveg ágætt :D. Við fórum svo heim að borða pasta. Um 8 leitið fórum við Jutta svo niður í hesthús aftur því það var verið að sækja einn hestinn. Þurftum að bíða svolítið lengi en kallinn kom á endanum að sækja klárinn. Fórum svo heim, spjölluðum svolítið og fór svo upp í tölvuna og var sofnuð uppúr hálf 11.
Mánudagur:
Vaknaði og gaf um hálf 8. Fór svo heim í morgunmat og lagði mig svo aftur. Vaknaði uppúr 11 og fór þá niðrí kjallara að raða helling af drasli. Fullt af hestadóti, bæði föt og fyrir hestana sjálfa. Það tók svona 2 tíma. Svo dundaði ég mér eitthvað og fór í hesthúsið um 3 leitið. Gerði það sama og venjulega þar. Jutta kom svo og Manni og Elsa og við ákváðum að hleypa einu hólfinu upp á melinn hérna fyrir ofan til að leyfa hestunum aðeins að sprella. Og það var sko sprellað ! .. haha þvílík lífsgleði sem greip grey hrossin. Það voru tveir ungir folar þarna með þeim og við Manni ætluðu að taka þá og teyma til baka .. En öll hin hrossin hlupu eins og fætur toguðu til baka og þá trylltust þessir 2 sem við héldum og ég var bara frekar heppin af halda hausnum á mér ennþá því Tvistur rigti af mér taumnum og sneri sér við og þrumaði afturlöppunum á sér eins fast og hann gat í áttina að mér og ég rétt náði að henda mér aftur á bak og fann taglið strjúka nefbroddinn á mér .. hélt það myndi líða yfir Elsu þegar hún sá þetta .. haha een já svo komum við þeim inn í hólfið sitt aftur, gáfum þeim og fórum svo heim. Fékk svínasnitzel í kvöldmat. Fór að sofa eitthvað um 11 leitið.
Þriðjudagur:
Gaf kl 8, kom heim í morgunmat, gerði mig reddý og fór svo með Juttu í næsta þorp þar sem hún var að hitta dýralækni sem var að koma með einhverja tölvu í gömlu heilsugæslustöðina þar sem Jutta og kallinn hennar unnu áður en hann dó. Komum við á pósthúsinu, versluðum í matinn og fórum heim. Manni kom svo og sótti okkur og við fórum í eitthvern bæ og í búð sem er svona eins og Húsasmiðjan og Rúmfatalagerinn saman og vorum að kaupa parket og ýmsilegt fl því Jutta er að fara að láta skipta um gólf á einu eða tvem herbergjum hérna .. gerðist ýmislegt fyndið þarna líka :D haha .. En svo fórum við heim og beint í hesthúsið, mokaði skít, gaf og fórum svo heim, fékk mér ristað brauð með sultu og svo upp í herbergi. Jutta fór hinsvegar í kirkjuna að stússast eitthvað. Heyrði í Evu minni :) hló aallaaan tímann .. haha ekki búin að hlægja neitt almennilega síðan ég kom svo ég missti mig alveg við Evu .. haha :D .. een allt gott að frétta af henni :D Ætla svo bara að hangsa í tölvunni, skrifa dagbók og svona og fara að sofa fljótlega :) Guden Nacht ! :*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)